Körfubolti

Tryggvi til spænsku meistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi átti fínt tímabil með Þór Ak. í fyrra.
Tryggvi átti fínt tímabil með Þór Ak. í fyrra. vísir/eyþór
Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn stóri og stæðilegi, er á leið til Spánarmeistara Valencia.

Karfan.is greinir frá þessu og fullyrðir að Tryggvi sé búinn að skrifa undir samning við Valencia.

Tryggvi var með 11,0 stig, 7,9 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik með Þór Ak. í Domino's deildinni á síðasta tímabili. Í þremur leikjum í úrslitakeppninni var hann með 16,0 stig, 10,0 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali.

Tryggvi, sem er 19 ára gamall, er búinn að festa sig í sessi í íslenska A-landsliðinu og þá er hann í íslenska U-20 ára landsliðinu sem fer á EM seinna í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×