Erlent

Ekki lengur stórafbrot að berskjalda bólfélaga fyrir HIV

Þórdís Valsdóttir skrifar
Áður varðaði afbrotið átta ára fangelsisrefsingu, nú er hámarksrefsing fyrir glæpinn sex mánuðir.
Áður varðaði afbrotið átta ára fangelsisrefsingu, nú er hámarksrefsing fyrir glæpinn sex mánuðir. Vísir/getty
Frá 1. janúar 2018 verður ekki lengur stórafbrot í Kaliforníuríki að gera bólfélaga sinn vísvitandi berskjaldaðan fyrir HIV smiti án þess að segja frá sýkingunni. Það sama gildir um að vitandi gefa HIV smitað blóð.

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, skrifaði undir frumvarpið á föstudag og telst slíkt því ekki lengur stórafbrot heldur einungis smáglæpur.

Mesta refsing fyrir smáglæp sem þennan er sex mánaða fangelsisvist. Áður varðaði afbrotið átta ára fangelsisrefsingu.

Margir Repúblikanar voru á móti frumvarpinu og sögðu að það myndi leiða til aukningar á HIV smitum. Joel Anderson, öldungardeildarþingmaður, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. „Mikilvæga orðið hérna er ‚vísvitandi‘. Þegar þú setur aðra í hættu, þá átt þú að bera ábyrgð,“ sagði Anderson við afgreiðslu frumvarpsins.

Þeir sem voru fylgjandi frumvarpinu sögðu eldri löggjöfina vera úrelta og að hún útskúfaði HIV smitaða, sérstaklega í ljósi mikilla læknisfræðilegra framfara varðandi HIV. Rannsóknir hafa sýnt að HIV smitaðir sem sækja reglulega læknismeðferðir eiga minnkandi líkur á því að smita í gegnum kynferðismök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×