Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Nadine Guðrún Yaghi og Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 20:50 Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“ Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira