Tónlist

Ritskoðað myndband Reykjavíkurdætra komið á YouTube

Þórdís Valsdóttir skrifar
Reykjavíkurdætur höfðu ekki leyfi til að birta myndefni af tökustað myndbandsins. Nú hafa þær ritskoðað myndbandið og birt það á ný.
Reykjavíkurdætur höfðu ekki leyfi til að birta myndefni af tökustað myndbandsins. Nú hafa þær ritskoðað myndbandið og birt það á ný. Skjáskot
Reykjavíkurdætur hafa endurútgefið myndband við lag sitt Reppa Heiminn. Misskilningur olli því að þær þurftu að taka myndbandið út af YouTube í lok ágúst, sama dag og það fór í loftið.

Reykjavíkurdætur höfðu ekki leyfi til að birta myndefni af tökustaðnum þar sem myndbandið var tekið upp og er því tæplega helmingur myndbandsins ritskoðað. Vísir sagði frá málinu í lok ágúst.

Hægt er að nýju útgáfuna af myndbandinu hér fyrir neðan.

Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins og meðlimur í Reykjavíkurdætrum, segir að málið sé hið leiðinlegasta því mikil vinna hafði farið í gerð myndbandsins.

„Myndbandið var á netinu í fimm klukkutíma og fékk þrjátíu þúsund views. Við höfðum lagt mesta vinnu í þetta myndband af öllum okkar myndböndum og hugmyndavinnan var búin að standa yfir í ár.“

Ekki er víst hvort þetta sé loka útgáfa myndbandsins sem mun birtast á YouTube.

„Þetta er lausnin í bili, það gæti verið að við getum fengið leyfi fyrir birtingunni aftur í janúar, við þurfum að ræða það við fyrirtækið sem á vélina,“ segir Kolfinna.

Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum eru strax byrjaðar að vinna í næsta myndbandi og láta ekki mótlætið stoppa sig. „Við höldum bara áfram og gerum meira,“ segir Kolfinna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×