Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar vann rétt í þessu aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, Bandaríkjunum.
Hátíðin sem nú er haldin í 25. skipti leggur áherslu á „ferskar raddir” frá ólíkum alþjóðlegum sjónarhornum. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun myndarinnar í fjórum keppnum. Myndin hlaut nýlega aðalverðlaun á Fantastic Fest í Texas og svo sérstök dómnefndar verðlaun í Zurich, Sviss núna um helgina.
„Þetta byrjar hrikalega vel. Ég var viðstaddur hátíðina og myndinni var en og aftur mjög vel tekið. Það var fullt á allar sýningarnar, meðalaldurinn hér var hærri en ég hef upplifað áður en það breytti ekki því að salurinn lá í kasti á réttum stöðum,” segir Hafsteinn Gunnar sem staddur er í New York.
Fram undan eru fleiri hátíðir í Bandaríkjunum, Spáni, Ísrael, Þýskalandi, Brasilíu, Grikklandi, Tyrklandi og já, ég hef ekki alveg tölu á þessu. Bara ein hátíð í einu,” segir Hafsteinn að lokum.
Undir trénu vann í Hamptons
