Innlent

Hnupl færist í aukana í Reykjavík

Jakob Bjarnar skrifar
Hlutfallslega fjölgaði tilkynningum um hnupl mest eða um 22 prósent, innbrotum og annars konar þjófnuðum fjölgaði um 15 prósent á milli mánaða.
Hlutfallslega fjölgaði tilkynningum um hnupl mest eða um 22 prósent, innbrotum og annars konar þjófnuðum fjölgaði um 15 prósent á milli mánaða. getty
Í september bárust Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 874 tilkynningar um hegningarlagabrot í september. Í skeyti frá lögreglu eru fleiri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Lögreglunni barst 401 tilkynning um þjófnaði í september og fjölgaði tilkynningum á milli mánaða líkt og í ágúst.

Þetta og ýmislegt annað má sjá í mánaðarlegri skýrslu um starfsemina. Hlutfallslega fjölgaði tilkynningum um hnupl mest eða um 22 prósent, innbrotum og annars konar þjófnuðum fjölgaði um 15 prósent á milli mánaða.

„Fjölgun hegningarlagabrota í september skýrist hins vegar að miklu leyti af fleiri tilkynningum um eignaspjöll og nytjastuldi í september miðað við sl. mánuði á undan. Tilkynningum um eignaspjöll fjölgaði um 16 prósent á milli mánaða og nytjastuldum fjölgaði um 11 prósent.“

Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna, í ljósi fjölgunar á nytjastuldum síðastliðna tvo mánuði, að ökumenn gangi tryggilega frá ökutækjum sínum; það er að skilja ökutæki ekki eftir ólæst eða í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×