Góða ferð Kári Stefánsson skrifar 9. október 2017 07:00 Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta. Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar. Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því. Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu. Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta. Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar. Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því. Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu. Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar