Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2017 06:00 Enginn sérfræðingur sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið á Akureyri auglýsti lausar vorið 2015. vísir/pjetur Skortur á sérfræðilæknum á Akureyri veldur því að fólk þarf að leggjast inn á Landspítalann í Reykjavík. Sjúklingar eru því fluttir með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Fyrir helgi var sjúklingur á Akureyri fluttur til Reykjavíkur með sýkingu í eyra vegna svæsinnar eyrnabólgu. Þar sem enginn háls-, nef- og eyrnalæknir er á kvöld- og helgarvöktum á Sjúkrahúsinu á Akureyri þurfti að flytja sjúklinginn með flugi til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAKSigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri, segir að árið 2010 hafi verið tekin ákvörðun um að háls-, nef- og eyrnalæknar hættu að ganga vaktir við sjúkrahúsið. Nú séu tveir læknar með þessa menntun á svæðinu og séu þeir báðir í hlutastörfum við sjúkrahúsið. Báðir vinni þeir utan sjúkrahússins á einkastofu með samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það er mikil binding fyrir tvo einstaklinga að ganga vaktir annan hvern dag allan ársins hring,“ segir Sigurður. „Það hefur verið hægt að hringja í þá ef þeir eru á staðnum og þá koma þeir oftast. Hins vegar hefur það gerst líka að það sé enginn á staðnum og því þarf að flytja sjúklinga til Reykjavíkur ef það má ekki bíða. Nú er það þannig að enginn sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum er á svæðinu og verður ekki í einhverja daga í viðbót,“ bætir Sigurður við. Enginn sérfræðilæknir sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið auglýsti lausar vorið 2015. Við það tilefni sagði Sigurður að erfiðlega gengi að ráða sérgreinalækna utan höfuðborgarsvæðisins og vonast væri eftir því að útlendingar kæmu til starfa til að leysa þá stöðu sem var uppi. Yrði hægt að manna lausar stöður nyrðra myndi það bæði minnka álagið á sjúkraflug Mýflugs sem og álagið á Landspítalanum í Reykjavík, að því ógleymdu hve þægilegra það er fyrir sjúklinga að geta fengið umönnun í heimabyggð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skortur á sérfræðilæknum á Akureyri veldur því að fólk þarf að leggjast inn á Landspítalann í Reykjavík. Sjúklingar eru því fluttir með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Fyrir helgi var sjúklingur á Akureyri fluttur til Reykjavíkur með sýkingu í eyra vegna svæsinnar eyrnabólgu. Þar sem enginn háls-, nef- og eyrnalæknir er á kvöld- og helgarvöktum á Sjúkrahúsinu á Akureyri þurfti að flytja sjúklinginn með flugi til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAKSigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri, segir að árið 2010 hafi verið tekin ákvörðun um að háls-, nef- og eyrnalæknar hættu að ganga vaktir við sjúkrahúsið. Nú séu tveir læknar með þessa menntun á svæðinu og séu þeir báðir í hlutastörfum við sjúkrahúsið. Báðir vinni þeir utan sjúkrahússins á einkastofu með samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það er mikil binding fyrir tvo einstaklinga að ganga vaktir annan hvern dag allan ársins hring,“ segir Sigurður. „Það hefur verið hægt að hringja í þá ef þeir eru á staðnum og þá koma þeir oftast. Hins vegar hefur það gerst líka að það sé enginn á staðnum og því þarf að flytja sjúklinga til Reykjavíkur ef það má ekki bíða. Nú er það þannig að enginn sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum er á svæðinu og verður ekki í einhverja daga í viðbót,“ bætir Sigurður við. Enginn sérfræðilæknir sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið auglýsti lausar vorið 2015. Við það tilefni sagði Sigurður að erfiðlega gengi að ráða sérgreinalækna utan höfuðborgarsvæðisins og vonast væri eftir því að útlendingar kæmu til starfa til að leysa þá stöðu sem var uppi. Yrði hægt að manna lausar stöður nyrðra myndi það bæði minnka álagið á sjúkraflug Mýflugs sem og álagið á Landspítalanum í Reykjavík, að því ógleymdu hve þægilegra það er fyrir sjúklinga að geta fengið umönnun í heimabyggð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira