í gær fundaði Donald Trump með Bernard Arnault sem er forstjóri LVMH samsteypunnar sem á meðal annars Louis Vuitton, Givenchy og Celine. Áður hafði Trump fundað með stofnanda Alibaba.
Á fundinum ræddu þeir um mögulega á að bæta við verksmiðjum LVMH í Bandaríkjunum en nú þegar á fyrirtækið eina slíka í Kaliforníu. Bernard sagði að það væri möguleiki á að stækka við verksmiðjuna eða byggja nýja í Kaliforníu eða Texas. Þá skaut Trump inn í að miðríkin kæmu einnig til greina.
Það er greinilegt að Trump ætli sér að standa við kosningaloforð sín um að fjölga verksmiðjum í Bandaríkjunum. Okkur líst þó ekkert á að tískufyrirtæki á borð við Louis Vuitton séu að láta bendla sér við Donald eins og staðan er núna.
Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton
