Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 21:54 Björt Ólafsdóttir tekur við umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Anton Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og tilbúin í að fara í umhverfisráðuneytið og vinna að umhverfismálum,” sagði Björt í samtali við Vísi aðspurð um hvernig nýja starfið legðist í hana.„Nú verður sagt stopp við þessu. Stórfyritækjum verður ekki ívilnað meir með peningum skattgreiðenda til þess að fá að menga hér stjórnlaust,“ segir Björt á Facebook.Björt segist mjög ánægð með hvað stjórnarsáttmálinn sé framsækinn hvað varðar umhverfismál. „Það eru rosalega stórar fréttir að þessi ríkisstjórn sé að láta af stóriðjustefnunni sem hefur verið við lýði í áratugi. Í því sambandi eru svo mörg önnur verkefni sem varða loftlagsmálin sem við þurfum að vinna að og setja upp aðgerðaráætlun í svo eitthvað sé nefnt. Umhverfismál hafa lengi verið Björt mjög hugleikin. Ósnortin náttúra er henni mjög kær en hún leggur mikla áherslu á að unnið sé að verndun á miðhálendinu. „Ég er alin upp mjög nálægt hálendinu í uppsveitum Árnessýslu og eyddi bernsku- og unglingsárum í hestaferðum þar yfir þannig að ósnortin víðerni eru mér mjög kær og ég legg mikla áherslu á eins og segir í stjórnarsáttmálanum að vinna að verndun á miðhálendinu.” Björt sem er 33 ára hefur verið þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. Hún er annar tveggja ráðherra Bjartar framtíðar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mun gegna embætti heilbrigðisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og tilbúin í að fara í umhverfisráðuneytið og vinna að umhverfismálum,” sagði Björt í samtali við Vísi aðspurð um hvernig nýja starfið legðist í hana.„Nú verður sagt stopp við þessu. Stórfyritækjum verður ekki ívilnað meir með peningum skattgreiðenda til þess að fá að menga hér stjórnlaust,“ segir Björt á Facebook.Björt segist mjög ánægð með hvað stjórnarsáttmálinn sé framsækinn hvað varðar umhverfismál. „Það eru rosalega stórar fréttir að þessi ríkisstjórn sé að láta af stóriðjustefnunni sem hefur verið við lýði í áratugi. Í því sambandi eru svo mörg önnur verkefni sem varða loftlagsmálin sem við þurfum að vinna að og setja upp aðgerðaráætlun í svo eitthvað sé nefnt. Umhverfismál hafa lengi verið Björt mjög hugleikin. Ósnortin náttúra er henni mjög kær en hún leggur mikla áherslu á að unnið sé að verndun á miðhálendinu. „Ég er alin upp mjög nálægt hálendinu í uppsveitum Árnessýslu og eyddi bernsku- og unglingsárum í hestaferðum þar yfir þannig að ósnortin víðerni eru mér mjög kær og ég legg mikla áherslu á eins og segir í stjórnarsáttmálanum að vinna að verndun á miðhálendinu.” Björt sem er 33 ára hefur verið þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. Hún er annar tveggja ráðherra Bjartar framtíðar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mun gegna embætti heilbrigðisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02