Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 14:16 Myndin er tekin við Kirkjufjöru fyrr í dag. Vísir/Jói K Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30