Ætlar yfir Vatnajökul á gönguskíðum og verja ári á rekís Svavar Hávarðsson skrifar 10. janúar 2017 06:00 Alex mun halda erindi á málstofu Orkustofnunar á fimmtudag sem er ein af nokkrum sem haldnar verða í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar. Ítalski ævintýramaðurinn Alex Bellini hyggst vorið 2018 taka sér bólfestu í björgunarhylki sem verður komið fyrir í rekís úr jöklum Grænlands – en áður en til þess kemur ætlar hann í þessum mánuði að ganga einn síns liðs yfir Vatnajökul á skíðum. Alex verður gestur Orkustofnunar á fimmtudaginn þar sem hann heldur erindi á málstofu um áhrif loftlagsbreytinga á jökla, en hann er væntanlegur til landsins til undirbúnings fyrir ferð sína yfir jökulinn. Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri og staðgengill orkumálastjóra, segir tilgang ferðarinnar vera að vekja mannkyn til umhugsunar um áhrif loftlagsbreytinga og bráðnun jökla. Björgunarhylkið, sem er mikil völundarsmíð, er hannað til að standa af sér náttúruhamfarir og þá sérstaklega flóðbylgjur. Alex stefnir á að halda á Vatnajökul 20. janúar en verður við æfingar í Landsveit fram til þess tíma, en „helsta aðferð hans við undirbúninginn er að draga tvö jeppadekk á eftir sér í snjóleysinu,“ segir Jónas. Alex þessi hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir ævintýralegar tilraunir sínar, og ekki síst þegar hann gerði tilraun til að róa á sérstaklega útbúnum kajak frá Perú til Ástralíu – eða 18.000 kílómetra leið yfir Kyrrahafið. Þá var hann 295 daga í hafi áður en hann örmagnaðist, örstuttu áður en hann náði takmarki sínu. Þá hefur hann hlaupið þvert yfir Bandaríkin, einn síns liðs. Jónas segir komu ævintýramannsins til landsins viðeigandi, því ef miðað er við Parísarsamkomulagið þá er því spáð að Ísland verði jökullaust á næstu 150-200 árum. Nokkrir jöklar munu líklegast hverfa fyrr eins og Snæfellsjökull en búist er við því að hann hverfi á þessari öld og jafnvel innan nokkurra áratuga. „Hvaða efnahags- og samfélagslegu áhrif verða fyrir ísþjóðina að hér sé enginn jökull skal ósagt látið. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvað það geti lagt af mörkum til að draga úr hlýnun jarðar. Fari hlýnun umfram Parísarsamkomulagið geta afleiðingarnar orðið allt aðrar sem erfitt er að spá fyrir um,“ segir Jónas og bætir við að jafnvel geti það gert Ísland óbyggilegt ef veðurkerfi jarðarinnar breytast verulega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Ítalski ævintýramaðurinn Alex Bellini hyggst vorið 2018 taka sér bólfestu í björgunarhylki sem verður komið fyrir í rekís úr jöklum Grænlands – en áður en til þess kemur ætlar hann í þessum mánuði að ganga einn síns liðs yfir Vatnajökul á skíðum. Alex verður gestur Orkustofnunar á fimmtudaginn þar sem hann heldur erindi á málstofu um áhrif loftlagsbreytinga á jökla, en hann er væntanlegur til landsins til undirbúnings fyrir ferð sína yfir jökulinn. Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri og staðgengill orkumálastjóra, segir tilgang ferðarinnar vera að vekja mannkyn til umhugsunar um áhrif loftlagsbreytinga og bráðnun jökla. Björgunarhylkið, sem er mikil völundarsmíð, er hannað til að standa af sér náttúruhamfarir og þá sérstaklega flóðbylgjur. Alex stefnir á að halda á Vatnajökul 20. janúar en verður við æfingar í Landsveit fram til þess tíma, en „helsta aðferð hans við undirbúninginn er að draga tvö jeppadekk á eftir sér í snjóleysinu,“ segir Jónas. Alex þessi hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir ævintýralegar tilraunir sínar, og ekki síst þegar hann gerði tilraun til að róa á sérstaklega útbúnum kajak frá Perú til Ástralíu – eða 18.000 kílómetra leið yfir Kyrrahafið. Þá var hann 295 daga í hafi áður en hann örmagnaðist, örstuttu áður en hann náði takmarki sínu. Þá hefur hann hlaupið þvert yfir Bandaríkin, einn síns liðs. Jónas segir komu ævintýramannsins til landsins viðeigandi, því ef miðað er við Parísarsamkomulagið þá er því spáð að Ísland verði jökullaust á næstu 150-200 árum. Nokkrir jöklar munu líklegast hverfa fyrr eins og Snæfellsjökull en búist er við því að hann hverfi á þessari öld og jafnvel innan nokkurra áratuga. „Hvaða efnahags- og samfélagslegu áhrif verða fyrir ísþjóðina að hér sé enginn jökull skal ósagt látið. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvað það geti lagt af mörkum til að draga úr hlýnun jarðar. Fari hlýnun umfram Parísarsamkomulagið geta afleiðingarnar orðið allt aðrar sem erfitt er að spá fyrir um,“ segir Jónas og bætir við að jafnvel geti það gert Ísland óbyggilegt ef veðurkerfi jarðarinnar breytast verulega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira