Fótbolti

Veðjaði 20 evrum á að Gylfi myndi skora tvö eða fleiri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot af seðli Sigurjóns.
Skjáskot af seðli Sigurjóns. vísir/skjáskot
Sigurjón Jónsson, athafnamaður og Framsóknarmaður, hafði mikla trú á að Gylfi Þór Sigurðsson myndi gera það gott í leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.

Gylfi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í leiknum, en það fyrra kom eftir sendingu frá Emil Hallfreðssyni og það síðara eftir glæsilega sókn.

Sigurjón eða Siggi Sör eins og hann er oftast kallaður lét slag standa fyrir leik og hafði mikla trú á því að Gylfi myndi gera það gott í leiknum, en hann veðjaði því að Gylfi myndi skora tvö mörk eða fleiri í leiknum gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld.

Hann lagði 20 evrur undir sem jafngildir rúmum 2500 krónum (2532 krónur) og það skilaði honum til baka rúmum 43 þúsund krónum (43.050), en Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Heppinn sá!

Sigurjón greindi frá þessu á Twitter síðu sinni, en tístið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×