Ragnar: Mikill léttir eftir klúðrið síðast 5. september 2017 21:11 Raggi kampakátur. vísir/eyþór Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. „Þetta var mikill léttir fyrir okkur eftir klúðrið hjá okkur síðast. Við gætum ekki verið sáttari,” sagði miðvörðurinn öflugi í samtali við 365 miðla í leikslok. „Við vörðumst vel og sem lið, eins og vanalega. Sverrir spilaði í staðinn fyrir Kára í dag og allir hvað Sverrir getur,” sagði Ragnar aðspurður um það hvernig var að spila með Sverri Inga Ingasyni í stað Kára. „Leikáætlun okkar gekk 100 prósent upp. Við áttum rosalegan góðan fund með Frey (innsk. blm. Alexanderssyni, leikgreinanda og landsliðsþjálfara kvenna) sem kom með marga mjög góða punkta sem við unnum með. Við unnum þetta saman og fylgdum okkar leiðbeiningum. Það skilaði okkur sigri.” Ísland tapaði fyrir Finnlandi á laugardag eins og kunnugt er, en tapið var nokkuð óvænt. Ragnar segir að það hafi ekki verið neitt mál að rífa sig upp úr þeirri lægð.„Það er ekkert mál, en það kemur engu að síður aukinn pressa. Við töpuðum stigum og við urðum að fá þessi stig. Ef við hefðum unnið síðast þá hefði það kannski ekki verið alveg jafn mikilvægt í dag, en það er aldrei erfitt að peppa sig upp í þessa leiki.” Laugardalsvöllur er orðinn að alvöru vígi, en Ísland hefur ekki tapað þar síðan 2013. Ragnar segir að það sé klárlega munur að spila heima og að heiman. „Það er munur. Við erum fleiri hér en á útileikjunum og maður finnur fyrir því. Maður finnur líka fyrir því að maður er á heimavelli og það er alltaf best að vera á heimavelli,” sagði Ragnar sem spáði svo í spilin fyrir í síðustu tvær umferðirnar. Ísland á eftir að spila við Tyrki úti og Kósóvó heima: „Það er skyldusigur í næsta leik, en hann verður erfiður. Þrátt fyrir að við höfum unnið Tyrkina heima þá er miklu erfiðara að spila við þá úti. Þetta verða bara tveir úrslitaleikir,” sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil í banni gegn Tyrkjum Emil Hallfreðsson verður í leikbanni þegar Ísland sækir Tyrkland heim í undankeppni HM 6. október næstkomandi. 5. september 2017 19:11 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59 Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. „Þetta var mikill léttir fyrir okkur eftir klúðrið hjá okkur síðast. Við gætum ekki verið sáttari,” sagði miðvörðurinn öflugi í samtali við 365 miðla í leikslok. „Við vörðumst vel og sem lið, eins og vanalega. Sverrir spilaði í staðinn fyrir Kára í dag og allir hvað Sverrir getur,” sagði Ragnar aðspurður um það hvernig var að spila með Sverri Inga Ingasyni í stað Kára. „Leikáætlun okkar gekk 100 prósent upp. Við áttum rosalegan góðan fund með Frey (innsk. blm. Alexanderssyni, leikgreinanda og landsliðsþjálfara kvenna) sem kom með marga mjög góða punkta sem við unnum með. Við unnum þetta saman og fylgdum okkar leiðbeiningum. Það skilaði okkur sigri.” Ísland tapaði fyrir Finnlandi á laugardag eins og kunnugt er, en tapið var nokkuð óvænt. Ragnar segir að það hafi ekki verið neitt mál að rífa sig upp úr þeirri lægð.„Það er ekkert mál, en það kemur engu að síður aukinn pressa. Við töpuðum stigum og við urðum að fá þessi stig. Ef við hefðum unnið síðast þá hefði það kannski ekki verið alveg jafn mikilvægt í dag, en það er aldrei erfitt að peppa sig upp í þessa leiki.” Laugardalsvöllur er orðinn að alvöru vígi, en Ísland hefur ekki tapað þar síðan 2013. Ragnar segir að það sé klárlega munur að spila heima og að heiman. „Það er munur. Við erum fleiri hér en á útileikjunum og maður finnur fyrir því. Maður finnur líka fyrir því að maður er á heimavelli og það er alltaf best að vera á heimavelli,” sagði Ragnar sem spáði svo í spilin fyrir í síðustu tvær umferðirnar. Ísland á eftir að spila við Tyrki úti og Kósóvó heima: „Það er skyldusigur í næsta leik, en hann verður erfiður. Þrátt fyrir að við höfum unnið Tyrkina heima þá er miklu erfiðara að spila við þá úti. Þetta verða bara tveir úrslitaleikir,” sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil í banni gegn Tyrkjum Emil Hallfreðsson verður í leikbanni þegar Ísland sækir Tyrkland heim í undankeppni HM 6. október næstkomandi. 5. september 2017 19:11 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59 Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38
Emil í banni gegn Tyrkjum Emil Hallfreðsson verður í leikbanni þegar Ísland sækir Tyrkland heim í undankeppni HM 6. október næstkomandi. 5. september 2017 19:11
Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59
Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40