Drungaleg stikla úr hrollvekjunni Rökkur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 16:45 Þessi mynd verður ekki fyrir viðkvæma. Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Vísir frumsýnir ú dag nýja stiklu fyrir íslensku hrollvekjuna Rökkur en hún tekur þátt á kvikmyndahátíðunum Fantastic Fest, í Austin, Texas, og BFI London Film Festival. Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa tuttugu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar, og von er á fleirum með haustinu og vetrinum. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Rökkur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Vísir frumsýnir ú dag nýja stiklu fyrir íslensku hrollvekjuna Rökkur en hún tekur þátt á kvikmyndahátíðunum Fantastic Fest, í Austin, Texas, og BFI London Film Festival. Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa tuttugu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar, og von er á fleirum með haustinu og vetrinum. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Rökkur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið