Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 21:17 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir Ísland í kvöld vísir/anton brink „Þetta var frábært. Mikilvægt fyrir okkur upp á riðilinn að gera, en mikil ánægja eftir að það var svekkjandi að tapa fyrir Finnlandi í síðustu viku,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir sigur Íslands á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Miðað við úrslit kvöldsins er tapið gegn Finnum um síðustu helgi enn sárara, þar sem stig þar hefðu sett Ísland á topp riðilsins í kvöld. „Auðvitað var það sárt. En þetta var annar leikurinn sem við töpuðum í riðlinum svo í heildina getum við ekkert verið að hugsa um það. Við vorum svolítið heppnir í sumum leikjum og hlutirnir hafa dottið fyrir okkur en það gekk ekki upp í síðasta leik. Við sýndum okkar rétta andlit í dag,“ sagði Gylfi. Aðspurður hvað honum fyndist hafa gengið best í dag sagði Gylfi: „Aðallega hugarfarið og hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum á tánum og vorum að vinna seinni boltann og fyrsta boltann líka. Bara rúlluðum hægt og rólega yfir þá.“„Við töluðum um það í hálfleik að þetta yrði ekki leikur margra færa, við yrðum að vera þolinmóðir og nýta okkar færi þegar þau myndu koma. Við vissum að við myndum fá einhver færi. Auðvitað var gríðarlega mikilvægt að skora fyrsta markið sem opnaði leikinn fyrir okkur. Það hentar okkur mjög vel þegar liðin eru farin að sækja svolítið. við náðum að drepa leikinn þegar við skoruðum seinna markið og sýndum hversu góðir við erum varnarlega síðustu 20 mínúturnar.“ Ísland hélt markinu hreinu í kvöld, sem gæti orðið liðinu mikilvægt ef úrslitin í riðlinum ráðast á markatölu. Gylfi sagði það einnig gott fyrir hugarfarið í liðinu að fá ekki á sig mark. „Þessi riðill er svo þéttur, þetta fer greinilega fram í síðasta leik. Ég veit ekki hvernig reglurnar eru en væntanlega er eitthvað með markatöluna að gera varðandi annað sætið. Það var frábært fyrir liðið að halda hreinu og spila eins og við gerðum í dag, þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum, áttu eitt skot snemma í leiknum sem Hannes varði og svona í heildina litið vorum við mjög góðir.“ Gylfi skoraði bæði mörk Íslands í kvöld og er nú orðinn jafn Ríkharði Jónssyni í markaskorun fyrir íslenska landsliðið. Hann viðurkenndi að það hefði kitlað að ná í þrennuna í kvöld. „Ég var að vonast til að fyrirgjöfin þegar Raggi rétt kom við boltann að hann myndi fara inn, þá ætlaði ég að reyna að taka það mark. Vonandi skora ég þrennu á móti Tyrklandi,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ragnar: Mikill léttir eftir klúðrið síðast Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 21:11 Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40 Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21 Jói Berg: Lið eru orðin hrædd við að mæta á Laugardalsvöll "Það var ekkert planið að taka því rólega í fyrri og keyra svo á þá. Þannig spilaðist bara leikurinn,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson yfirvegaður eftir leik. 5. september 2017 21:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
„Þetta var frábært. Mikilvægt fyrir okkur upp á riðilinn að gera, en mikil ánægja eftir að það var svekkjandi að tapa fyrir Finnlandi í síðustu viku,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir sigur Íslands á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Miðað við úrslit kvöldsins er tapið gegn Finnum um síðustu helgi enn sárara, þar sem stig þar hefðu sett Ísland á topp riðilsins í kvöld. „Auðvitað var það sárt. En þetta var annar leikurinn sem við töpuðum í riðlinum svo í heildina getum við ekkert verið að hugsa um það. Við vorum svolítið heppnir í sumum leikjum og hlutirnir hafa dottið fyrir okkur en það gekk ekki upp í síðasta leik. Við sýndum okkar rétta andlit í dag,“ sagði Gylfi. Aðspurður hvað honum fyndist hafa gengið best í dag sagði Gylfi: „Aðallega hugarfarið og hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum á tánum og vorum að vinna seinni boltann og fyrsta boltann líka. Bara rúlluðum hægt og rólega yfir þá.“„Við töluðum um það í hálfleik að þetta yrði ekki leikur margra færa, við yrðum að vera þolinmóðir og nýta okkar færi þegar þau myndu koma. Við vissum að við myndum fá einhver færi. Auðvitað var gríðarlega mikilvægt að skora fyrsta markið sem opnaði leikinn fyrir okkur. Það hentar okkur mjög vel þegar liðin eru farin að sækja svolítið. við náðum að drepa leikinn þegar við skoruðum seinna markið og sýndum hversu góðir við erum varnarlega síðustu 20 mínúturnar.“ Ísland hélt markinu hreinu í kvöld, sem gæti orðið liðinu mikilvægt ef úrslitin í riðlinum ráðast á markatölu. Gylfi sagði það einnig gott fyrir hugarfarið í liðinu að fá ekki á sig mark. „Þessi riðill er svo þéttur, þetta fer greinilega fram í síðasta leik. Ég veit ekki hvernig reglurnar eru en væntanlega er eitthvað með markatöluna að gera varðandi annað sætið. Það var frábært fyrir liðið að halda hreinu og spila eins og við gerðum í dag, þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum, áttu eitt skot snemma í leiknum sem Hannes varði og svona í heildina litið vorum við mjög góðir.“ Gylfi skoraði bæði mörk Íslands í kvöld og er nú orðinn jafn Ríkharði Jónssyni í markaskorun fyrir íslenska landsliðið. Hann viðurkenndi að það hefði kitlað að ná í þrennuna í kvöld. „Ég var að vonast til að fyrirgjöfin þegar Raggi rétt kom við boltann að hann myndi fara inn, þá ætlaði ég að reyna að taka það mark. Vonandi skora ég þrennu á móti Tyrklandi,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ragnar: Mikill léttir eftir klúðrið síðast Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 21:11 Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40 Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21 Jói Berg: Lið eru orðin hrædd við að mæta á Laugardalsvöll "Það var ekkert planið að taka því rólega í fyrri og keyra svo á þá. Þannig spilaðist bara leikurinn,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson yfirvegaður eftir leik. 5. september 2017 21:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Ragnar: Mikill léttir eftir klúðrið síðast Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 21:11
Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38
Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40
Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21
Jói Berg: Lið eru orðin hrædd við að mæta á Laugardalsvöll "Það var ekkert planið að taka því rólega í fyrri og keyra svo á þá. Þannig spilaðist bara leikurinn,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson yfirvegaður eftir leik. 5. september 2017 21:30