Eyðilagði Van Gaal hollenskan fótbolta? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:00 Van Gaal stýrði Hollendingum á HM 2014 Vísir/getty Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00
Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52