Lífið

Jóhannes í kvikmynd með Cate Blanchett og Kristin Wiig

Guðný Hrönn skrifar
Cate Blanchett, Jóhannes Haukur og Kristin Wiig leika í myndinni Where'd You Go, Bernadette.
Cate Blanchett, Jóhannes Haukur og Kristin Wiig leika í myndinni Where'd You Go, Bernadette.
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur verið að gera það gott í Hollywood undanfarið og heldur því áfram. Nýjasta hlutverk hans vestanhafs er á móti stórleikurunum Cate Blanchett, Kristin Wiig, Billy Crudup, Laurence Fish­burne og fleirum í myndinni Where’d You Go, Bernadette.

Samkvæmt kvikmyndavefnum IMDb.com fer Jóhannes með hlutverk hollenska skipstjórans J. Rouverol í myndinni. Jóhannes mun halda út til Grænlands á næstunni þar sem tökur myndarinnar fara meðal annars fram.

Árni Björn Helgason, umboðsmaður Jóhannesar, segir að um „frábært hlutverk“ sé að ræða og að Jóhannes Haukur sé spenntur fyrir að heimsækja Grænland. „Hann er spenntur fyrir að heimsækja þessa frændþjóð okkar. Jóhannes hélt reyndar að þetta yrði stutt og þægilegt ferðalag frá Reykjavíkurflugvelli en svo er ekki. Þau verða á vesturströnd Grænlands við tökur og til að komast þangað þarf hann fyrst að fljúga til Kaupmannahafnar, gista í eina nótt þar og fljúga svo þaðan til Grænlands. Það mun því taka Jóhannes heilan dag að komast á leiðarenda,“ segir Árni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.