Óttast að þau verði send í opinn dauðann Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. september 2017 06:00 Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst. Hún verður tólf ára í október en fékk afmælisveisluna fyrr svo tryggt væri að haldið yrði upp á afmælið á Íslandi. vísir/laufey „Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
„Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00