„Best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 20:30 Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón. Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón.
Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira