Tækifæri í dag að vinna sér inn heiðurinn „Vítaskytta Íslands“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson er vítaskytta landsliðsins en hann getur þó ekki kallað sig „Vítaskyttu Íslands“ Vísir/Samsett/Getty/EPA/AFP Flest fótboltáhugafólk hefur séð ófáar vítaspyrnukeppnir á stórmótum í sjónvarpinu í gegnum tíðina og hafa eflaust velt fyrir sér hvernig það væri að standa á vítapunktinum. Pressan verður aðeins minni í Laugardalnum í dag en þar sem möguleiki á það sýna það að maður hafi taugarnar í að standa á vítapunktinum þegar margir eru að horfa. Það verður mikið fjör í Laugardalnum í dag þar sem hápunkturinn er leikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Fram að því verður KSÍ með sérstakt stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan stóru stúkuna á Laugardalsvelli. En aftur að vítaspyrnunum. Vefsíðan Fótbolti.net stendur nefnilega fjórða árið í röð fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands fyrir árið 2017. Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 16:30 á en klukkan 18:45 fer fram landsleikur Íslands og Króatíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn. Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 16:00. Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er þúsund krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu. Þá fær sigurvegarinn gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland. Þrír efstu þátttakendurnir fá allir bolta frá adidas. Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni en í fyrra tóku um það bil 300 manns á öllum aldri þátt. Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark. Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Flest fótboltáhugafólk hefur séð ófáar vítaspyrnukeppnir á stórmótum í sjónvarpinu í gegnum tíðina og hafa eflaust velt fyrir sér hvernig það væri að standa á vítapunktinum. Pressan verður aðeins minni í Laugardalnum í dag en þar sem möguleiki á það sýna það að maður hafi taugarnar í að standa á vítapunktinum þegar margir eru að horfa. Það verður mikið fjör í Laugardalnum í dag þar sem hápunkturinn er leikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Fram að því verður KSÍ með sérstakt stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan stóru stúkuna á Laugardalsvelli. En aftur að vítaspyrnunum. Vefsíðan Fótbolti.net stendur nefnilega fjórða árið í röð fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands fyrir árið 2017. Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 16:30 á en klukkan 18:45 fer fram landsleikur Íslands og Króatíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn. Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 16:00. Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er þúsund krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu. Þá fær sigurvegarinn gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland. Þrír efstu þátttakendurnir fá allir bolta frá adidas. Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni en í fyrra tóku um það bil 300 manns á öllum aldri þátt. Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark. Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira