Innlent

Íslendingurinn spreyjaði afgreiðslustúlkur með piparúða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjallað var um málið í erlendum miðlum í haust. Þá var maðurinn sagður írskur.
Fjallað var um málið í erlendum miðlum í haust. Þá var maðurinn sagður írskur. Vísir
Íslendingurinn sem handtekinn var í Taílandi í ágúst fyrir að hafa ógnað starfsfólki í verslun þar í landi heitir Ágúst Guðmundsson að því er fram kemur í erlendum miðlum.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Íslendingur hefði verið handtekinn í lok september en honum er gefið að sök að hafa sprautað piparúða á starfsfólkið. 

Fjallað var um piparúðaárás Ágústs í erlendum miðlum í ágúst, þegar hún átti sér stað. Dailymail segir að búðin sé staðsett í bænum Pattaya. Athæfið náðist á upptöku, sem sjá má hér að neðan, en þar sést Ágúst spreyja piparúða á tvær afgreiðslukonur og fara svo inn fyrir afgreiðsluborðið og ná sér í sígarettur. DV vakti athygli á upptökunum fyrr í dag.

Önnur afgreiðslukonan segir Ágúst hafa verið dónalegan. Hann hafi viljað kaupa áfengi en sala áfengis hafi ekki verið leyfð á þessum tíma dags. 

„Mig sveið í augun og þetta var mjög sárt. Hann gekk í burtu en við hringdum í lögregluna sem mætti á staðinn innan skamms tíma.“

Í umfjöllun Daily Mail er maðurinn sagður írskur og meira að segja sagður segja „fuck you“ með írskum hreim. 

Utanríkisráðuneytið veit af málinu en maðurinn bíður dóms.

Upptaka frá ráninu og handtöku Ágústs var birt í taílenskum miðlum og má sjá hana að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×