„Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 15:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fertugur og hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Landverndar. Vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er spenntur fyrir nýju hlutverki. Hann kveður framkvæmdastjórastarf hjá Landvernd eftir rúm sex ár í starfi. Guðmundur Ingi, betur þekktur sem Mummi, segir í samtali við Vísi hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og nýjan forsætisráðherra, í gær og svo gærkvöldi. Hann hafi farið yfir málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar og tekið afstöðu út frá því, þ.e. að taka við embættinu. Hann hafi svo rætt við Katrínu aftur í morgun. En hvernig svaf hann vitandi það sem væri á dagskrá í dag? „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega,“ segir Guðmundur Ingi hlæjandi. „Svo vissi ég þetta náttúrulega ekki fyrr en eftir þingflokksfundinn í hádeginu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Á fundinum var tillaga Katrínar um ráðherraskipan samþykkt einróma. Auk Katrínar og Guðmundar Inga verður Svandís Svavarsdóttir úr röðum Vinstri grænna ráðherra, heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi. Það eru mörg verkefni framundan sem þarf að vinna að,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist auðmjúkur gagnvart verkefninu. „Og fullur tilhlökkunar og spenntur,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherrann. Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Rataði það í fréttir víða um heim þegar hún varð forsætisráðherra. „Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“ Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er spenntur fyrir nýju hlutverki. Hann kveður framkvæmdastjórastarf hjá Landvernd eftir rúm sex ár í starfi. Guðmundur Ingi, betur þekktur sem Mummi, segir í samtali við Vísi hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og nýjan forsætisráðherra, í gær og svo gærkvöldi. Hann hafi farið yfir málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar og tekið afstöðu út frá því, þ.e. að taka við embættinu. Hann hafi svo rætt við Katrínu aftur í morgun. En hvernig svaf hann vitandi það sem væri á dagskrá í dag? „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega,“ segir Guðmundur Ingi hlæjandi. „Svo vissi ég þetta náttúrulega ekki fyrr en eftir þingflokksfundinn í hádeginu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Á fundinum var tillaga Katrínar um ráðherraskipan samþykkt einróma. Auk Katrínar og Guðmundar Inga verður Svandís Svavarsdóttir úr röðum Vinstri grænna ráðherra, heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi. Það eru mörg verkefni framundan sem þarf að vinna að,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist auðmjúkur gagnvart verkefninu. „Og fullur tilhlökkunar og spenntur,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherrann. Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Rataði það í fréttir víða um heim þegar hún varð forsætisráðherra. „Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“
Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50