Innlent

Innkalla síld sem framleidd var án starfsleyfis

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mynd af síldinni sem Matvælastofnun hefur innkallað.
Mynd af síldinni sem Matvælastofnun hefur innkallað.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók til skoðunar vöruna Létt söltuð síld vegna merkinga og við nánari eftirgrennslan reyndist síldin vera framleidd af fyrirtæki sem ekki var með starfsleyfi frá Matvælastofnun. Varan var samstundis fjarlægð úr sölu og hefur Matvælastofnun innkallað hana. 

Varan er framleidd af Betri fiskurinn ehf, Sunnuflöt 41 í Garðabæ og er framleidd hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hefur fyrirtækið framleitt fleiri vörutegundir og er beðið eftir dreifingu á þeim. 

Þeir sem kunna að hafa þessa vöru undir höndum er bent á að neyta hennar ekki heldur farga henni eða skila til þeirrar verslunar sem hún var keypt í gegn endurgjaldi. Létt söltuðu síldinni var meðal annars dreift í Mini market verslanir í Reykjavík og Kópavogi og Euro marketen í Kópavogi en ekki er vitað hvort vörunni hafi verið dreift til annara smásala. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×