Enski boltinn

Sjáðu ótrúlegt mark Rooney, stoðsendingar Gylfa og Jóa Berg og sigurmark Sterling í uppbótartíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar sex leikir fóru fram og fjórtándu umferð deildarinnar lauk.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson spiluðu báðir með sínum liðum og gáfu stoðsendingar í sigrum Everton og Burnley.

Everton vann 4-0 sigur á West Ham þar sem Wayne Rooney skoraði þrennu en þriðja markið var ótrúlegt skot frá eigin vallarhelmingi. Sjón er sögu ríkari.

Arsenal skoraði fimm mörk gegn huddersfield og Liverpool þrjú gegn Stoke. Þá hélt Manchester City sigurgöngu sinni áfram með 2-1 sigri á Southampton en þurfti sigurmark frá Raheem Sterling í uppbótartíma til þess.

Öll helstu atvik leikjanna í gær sem og öll tilþrif umferðarinnar má sjá í myndböndunum hér fyrir neðan.

Everton - West Ham 4-0
Manchester City - Southampton 2-1
Chelsea - Swansea 1-0
Bournemouth - Burnley 1-2
Arsenal - Huddersfield 5-0
Stoke - Liverpool 0-3
Player of the Round
Goals of the Round



Fleiri fréttir

Sjá meira


×