Hvað er MDMA? Lára Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2017 12:15 Lára Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvað er MDMA? Svar: MDMA (3,4-methylenedioxymethamphetamine) er efni sem var þróað af þýsku lyfjafyrirtæki árið 1912. Í daglegu tali eru Ecstasy og Molly önnur nöfn yfir MDMA en sýnt hefur verið að þau geti einnig innihaldið önnur lyf. Í töfluformi er algengur skammtur á bilinu 50 mg til 200 mg, áhrifin ná hámarki um tveimur tímum eftir inntöku og endast í um fjóra til sex tíma. Án þess að klínískar rannsóknir lægju að baki notuðu einstaka geðlæknar efnið á áttunda og níunda áratugnum í þeim tilgangi að auka innsæi og bæta samskipti sjúklinga sinna. Um svipað leyti var MDMA komið í svarta sölu til almennings. Það var svo árið 1985 að sett var bráðabann á MDMA þar sem sýnt hafði verið fram á að efnið hefði enga klíníska þýðingu, að það væri oft misnotað og gæti aukið veikindi geðsjúkra. Flestir sem prófa efnið eru á aldrinum 18 til 25 ára en allt niður í 12 ára börn hafa neytt þess. MDMA kemur gjarnan við sögu á danssamkomum og tónlistarhátíðum en einhverjir muna kannski eftir fréttum af Secret Solastice þar sem fólk var flutt á spítala vegna neyslu þessa efnis.Víman sem sóst er eftir:MDMA er örvandi- og ofskynjunarlyf sem truflar boðefnaskipti í heilanum og losar einkum þrjú taugaboðefni: 1. Dópamín, sem gefur sæluvímu. 2. Noradrenalín, sem gefur aukna orku. 3. Serótónín, sem auk dópamíns eykur vellíðan. Það ræsir einnig hormón sem veldur kynferðislegri örvun og fær fólk til að bera aukið traust til annarra og upplifa náin tilfinningatengsl. Minna eftirsótt en algeng áhrif MDMA eru ógleði, vöðvakrampar, gnístan tanna, þokukennd sjón, kuldahrollur, svitamyndun, óróleiki og að eiga erfitt að stjórna hreyfingum, sem allt getur komið fram við venjulegan skammt. Margir halda að efnið sé öruggt til inntöku en MDMA er lífshættulegt eiturlyf. Það sem er óhugnanlegast við MDMA er að það getur verið lífshættulegt á marga vegu: 1. Með því að hækka hjartslátt og blóðþrýsting svo viðkomandi fær hjartaáfall, ósæðarof eða alvarlegar hjartsláttartruflanir. Hörmulegum afleiðingum eftir heilablæðingu hefur einnig verið lýst. 2. Ofhitnun því MDMA getur skert getu heilans til að stjórna hitastigi. Ofhitnun getur valdið lifrar-, nýrna- eða hjartabilun. 3. Sölt í blóðinu geta lækkað vegna mikillar vatnsinntöku og truflunar á losun þvagræsihormóna sem hægir á vatnsútskilnaði og getur valdið rugli, krömpum og heilabjúgur en ungar konur virðast vera viðkvæmari fyrir taugaskaða af þessum völdum. 4. Mikil örvun miðtaugakerfisins getur birst sem óróleiki, ofvirkni, kvíði og jafnvel óráð. Krampar og flogafár geta komið fram, sem geta verið óafturkræf. 5. Eitrunaráhrif á lifur er vel þekkt. Lifrarbólga og drep í lifrinni geta komið fram sem gula, kviðverkir og uppköst. 6. Svokallað seratónínheilkenni stafar af of miklu serótóníni í líkamanum en MDMA örvar losun serótíníns í miklu magni. Þeir sem taka MDMA ásamt öðrum lyfjum sem auka virkni serótóníns í heilanum, t.d. Þunglyndislyf eða lítíum, eru í meiri hættu á að fá seratónínheilkenni. Væg einkenni eru t.d. skjálfti og niðurgangur en alvarleg einkenni getur verið hiti, krampar og meðvitundarleysi sem leiðir til andláts án réttra viðbragða. Sumir gætu haldið að eitrunareinkenni komi helst fram eftir of stóran skammt af MDMA en flest eitrunareinkenni og andlát verða eftir inntöku einungis einnar töflu. Til að forða börnunum okkar frá þessu efni er mikilvægt að ræða við þau um hættuna og vita um ferðir þeirra, því það hefur reynst góð forvörn.Niðurstaða: MDMA er lífshættulegt efni sem getur á marga vegu skaðað líkamann og leitt til dauða. Ekki eru til neinir öruggir skammtar af MDMA. Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvað er MDMA? Svar: MDMA (3,4-methylenedioxymethamphetamine) er efni sem var þróað af þýsku lyfjafyrirtæki árið 1912. Í daglegu tali eru Ecstasy og Molly önnur nöfn yfir MDMA en sýnt hefur verið að þau geti einnig innihaldið önnur lyf. Í töfluformi er algengur skammtur á bilinu 50 mg til 200 mg, áhrifin ná hámarki um tveimur tímum eftir inntöku og endast í um fjóra til sex tíma. Án þess að klínískar rannsóknir lægju að baki notuðu einstaka geðlæknar efnið á áttunda og níunda áratugnum í þeim tilgangi að auka innsæi og bæta samskipti sjúklinga sinna. Um svipað leyti var MDMA komið í svarta sölu til almennings. Það var svo árið 1985 að sett var bráðabann á MDMA þar sem sýnt hafði verið fram á að efnið hefði enga klíníska þýðingu, að það væri oft misnotað og gæti aukið veikindi geðsjúkra. Flestir sem prófa efnið eru á aldrinum 18 til 25 ára en allt niður í 12 ára börn hafa neytt þess. MDMA kemur gjarnan við sögu á danssamkomum og tónlistarhátíðum en einhverjir muna kannski eftir fréttum af Secret Solastice þar sem fólk var flutt á spítala vegna neyslu þessa efnis.Víman sem sóst er eftir:MDMA er örvandi- og ofskynjunarlyf sem truflar boðefnaskipti í heilanum og losar einkum þrjú taugaboðefni: 1. Dópamín, sem gefur sæluvímu. 2. Noradrenalín, sem gefur aukna orku. 3. Serótónín, sem auk dópamíns eykur vellíðan. Það ræsir einnig hormón sem veldur kynferðislegri örvun og fær fólk til að bera aukið traust til annarra og upplifa náin tilfinningatengsl. Minna eftirsótt en algeng áhrif MDMA eru ógleði, vöðvakrampar, gnístan tanna, þokukennd sjón, kuldahrollur, svitamyndun, óróleiki og að eiga erfitt að stjórna hreyfingum, sem allt getur komið fram við venjulegan skammt. Margir halda að efnið sé öruggt til inntöku en MDMA er lífshættulegt eiturlyf. Það sem er óhugnanlegast við MDMA er að það getur verið lífshættulegt á marga vegu: 1. Með því að hækka hjartslátt og blóðþrýsting svo viðkomandi fær hjartaáfall, ósæðarof eða alvarlegar hjartsláttartruflanir. Hörmulegum afleiðingum eftir heilablæðingu hefur einnig verið lýst. 2. Ofhitnun því MDMA getur skert getu heilans til að stjórna hitastigi. Ofhitnun getur valdið lifrar-, nýrna- eða hjartabilun. 3. Sölt í blóðinu geta lækkað vegna mikillar vatnsinntöku og truflunar á losun þvagræsihormóna sem hægir á vatnsútskilnaði og getur valdið rugli, krömpum og heilabjúgur en ungar konur virðast vera viðkvæmari fyrir taugaskaða af þessum völdum. 4. Mikil örvun miðtaugakerfisins getur birst sem óróleiki, ofvirkni, kvíði og jafnvel óráð. Krampar og flogafár geta komið fram, sem geta verið óafturkræf. 5. Eitrunaráhrif á lifur er vel þekkt. Lifrarbólga og drep í lifrinni geta komið fram sem gula, kviðverkir og uppköst. 6. Svokallað seratónínheilkenni stafar af of miklu serótóníni í líkamanum en MDMA örvar losun serótíníns í miklu magni. Þeir sem taka MDMA ásamt öðrum lyfjum sem auka virkni serótóníns í heilanum, t.d. Þunglyndislyf eða lítíum, eru í meiri hættu á að fá seratónínheilkenni. Væg einkenni eru t.d. skjálfti og niðurgangur en alvarleg einkenni getur verið hiti, krampar og meðvitundarleysi sem leiðir til andláts án réttra viðbragða. Sumir gætu haldið að eitrunareinkenni komi helst fram eftir of stóran skammt af MDMA en flest eitrunareinkenni og andlát verða eftir inntöku einungis einnar töflu. Til að forða börnunum okkar frá þessu efni er mikilvægt að ræða við þau um hættuna og vita um ferðir þeirra, því það hefur reynst góð forvörn.Niðurstaða: MDMA er lífshættulegt efni sem getur á marga vegu skaðað líkamann og leitt til dauða. Ekki eru til neinir öruggir skammtar af MDMA.
Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira