Tveir þingmenn heltast úr lestinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Vísir/Anton „Ég er búinn að gefa upp að ég styðji ekki málefnasamninginn en svo verðum við með þingflokksfund á morgun þar sem þetta verður til lykta leitt varðandi stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hans greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Aðspurður segist Andrés ekki geta svarað því hvort hann muni verja nýja ríkisstjórn vantrausti eða einstaka ráðherra hennar. Ekki liggur því fyrir hversu góðan meirihluta hin nýja stjórn hefur og hvort þingmenn að baki henni eru 33 eða 35. Mikill titringur var á flokksráðsfundi Vinstri grænna en hann stóð í tæpar fimm klukkustundir í gær og lauk ekki fyrr en rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Fimmtán flokksráðsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en hann var samþykktur með 75 atkvæðum. Ónotum var beint að Rósu Björk og Andrési Inga úr ræðustól fundarins sem fór mjög illa í marga fundarmenn. Kosning um málefnasamninginn var skrifleg en óskað hafði verið eftir því fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla í hinum flokkunum fór fram með handauppréttingu. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins klukkan tíu í gærkvöldi. Fyrr í gær samþykktu Sjálfstæðismenn samninginn einróma á klukkustundarlöngum fundi í Valhöll. „Það var algjör eining um þetta og almenn ánægja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fund Framsóknarmanna í gær. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki samninginn. Fundir verða í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrir hádegi í dag og ríkisráðsfundir síðdegis í dag þar sem ráðherrum fráfarandi stjórnar verður veitt lausn og nýir ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur skipaðir. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
„Ég er búinn að gefa upp að ég styðji ekki málefnasamninginn en svo verðum við með þingflokksfund á morgun þar sem þetta verður til lykta leitt varðandi stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hans greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Aðspurður segist Andrés ekki geta svarað því hvort hann muni verja nýja ríkisstjórn vantrausti eða einstaka ráðherra hennar. Ekki liggur því fyrir hversu góðan meirihluta hin nýja stjórn hefur og hvort þingmenn að baki henni eru 33 eða 35. Mikill titringur var á flokksráðsfundi Vinstri grænna en hann stóð í tæpar fimm klukkustundir í gær og lauk ekki fyrr en rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Fimmtán flokksráðsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en hann var samþykktur með 75 atkvæðum. Ónotum var beint að Rósu Björk og Andrési Inga úr ræðustól fundarins sem fór mjög illa í marga fundarmenn. Kosning um málefnasamninginn var skrifleg en óskað hafði verið eftir því fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla í hinum flokkunum fór fram með handauppréttingu. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins klukkan tíu í gærkvöldi. Fyrr í gær samþykktu Sjálfstæðismenn samninginn einróma á klukkustundarlöngum fundi í Valhöll. „Það var algjör eining um þetta og almenn ánægja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fund Framsóknarmanna í gær. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki samninginn. Fundir verða í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrir hádegi í dag og ríkisráðsfundir síðdegis í dag þar sem ráðherrum fráfarandi stjórnar verður veitt lausn og nýir ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur skipaðir. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira