Forystuhrúturinn Nikulás vill engan forleik við skyldustörfin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Nikulás þykir einkar virðulegur. Hann er vakandi fyrir flestu sem fram fer í kringum hann. Fréttablaðið/Anton Brink Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira