Hærri desemberuppbót elítu birtingarmynd misskiptingar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði. Við því þurfi að bregðast. Fréttablaðið/Stefán „Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira