Skammdegið kallar á aukinn yl Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. nóvember 2017 10:00 Sigrún nýtur aðventunnar við kósíheit. Mynd/Laufey Elíasdótir Sigrún Norðdahl keramikhönnuður er tilraunaglaður matgæðingur. Hún nýtur aðventunnar við bakstur og kósíheit milli þess sem hún stendur vaktina bak við búðarborð í miðbænum. Nýjasta tilraunin í eldhúsinu er rjúkandi kaffi með jólasnúningi. "Það eru ekki margar fastar hefðir í kringum mig en nokkrar sem mér þykir sérstaklega vænt um eins og að skera út piparkökur og að borða Þorláksmessuhangikjötið með fjölskyldunni. Það sem mér finnst alveg ómissandi á jólunum er að eiga samverustundir með fólkinu í kringum mig. Möndlugrautsafgangur með góðum kaffibolla í morgunmat á jóladag er líka alveg ómissandi,“ segir Sigrún Norðdahl, keramikhönnuður og matgæðingur. Hún segist þrátt fyrir hefðirnar annars vera óhrædd við að gera tilraunir með hátíðamatinn og á borðum á aðfangadagskvöld er aldrei alveg það sama milli ára sérstaklega þegar kemur að meðlætinu. Smákökubakstur sé hennar helsta skemmtun á aðventunni. „Við fjölskyldan erum einstaklega tilraunaglöð í eldhúsinu. Það er skemmtilegast, enda á maður bara að hafa svolítið gaman af þessu. Mér finnst mjög gaman að baka og bardúsa og síðustu ár hefur skapast hjá mér hefð fyrir því að baka heslihnetusmákökur sem heita Baci di dama og súkkulaðibitakökur með sjávarsalti. Annað fer mikið eftir því hvaða tíma ég hef en ég rek Kaolin gallerý á Skólavörðustíg og hluti af aðventuhefðinni hjá mér er því að standa bak við búðarborðið og aðstoða fólk við að velja fallegt keramik í jólapakkana. En mjög oft er ég að gera tilraunir með eitthvað nýtt ef þannig liggur á mér,“ segir Sigrún. „Drykkirnir sem ég gef uppskrift að eru í grunninn mjög hefðbundnir en mér finnst þessi árstími kalla á smá aukinn yl og þar kemur kryddið til hjálpar. Í kaffidrykknum er ég að leika mér með írskt kaffi en í stað þess að setja viskí í kaffið fer smá af því í rjómann. Kryddið í súkkulaðidrykknum finnst mér einstaklega hjartavermandi. Það er mjög fljótlegt að skella þessum drykkjum saman, ég nota uppáhellt kaffi og samsetningin er síðan rétt eins og að skella sykurmola og mjólkurtári út í hvern bolla. Þeir sem vilja geta sett smá vískídreitil út í kaffið. Svo er bara að bjóða einhverjum í jólakaffi og njóta samverunnar." Jólabirta með engifer og anís er hlýlegur drykkur að ylja sér við á aðventunni. Jólarökkur 100 g súkkulaði 2 cm bútur af engifer ½ tsk. kanill Hnífsoddur af salti 750 ml mjólk Þeyttur rjómi Rifinn appelsínubörkur Setjið allt saman í pott og hitið í rólegheitunum, hellið yfir í könnu og haldið engiferinu frá. Setjið þeyttan rjóma yfir og appelsínubörk. „Í kaffidrykknum er ég að leika mér aðeins með írskt kaffi en í stað þess að setja viskí í kaffið fer smá af því í rjómann.“ Jólabirta 200 ml uppáhellt kaffi, t.d. í pressukönnu, Aeropress eða klassíska uppáhellingu 1 msk. hrásykur eða annar dökkur sykur 1 cm bútur af engifer, saxaður niður 1 anísstjarna ½ appelsínusneið 50 ml rjómi 1 tsk. viskí Lagið kaffi og hellið saman við engifer, anís og sykur, hrærið í til þess að leysa upp sykurinn. Setjið rjómann og viskíið í kokteilhristara og hristið vel saman þangað til rjóminn hefur þykknað aðeins. Setjið hálfa appelsínusneið í glas og hellið kaffinu yfir en haldið engiferinu og anísstjörnunni eftir. Hellið rjómanum varlega yfir. Jól Jóladrykkir Jólamatur Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Sigrún Norðdahl keramikhönnuður er tilraunaglaður matgæðingur. Hún nýtur aðventunnar við bakstur og kósíheit milli þess sem hún stendur vaktina bak við búðarborð í miðbænum. Nýjasta tilraunin í eldhúsinu er rjúkandi kaffi með jólasnúningi. "Það eru ekki margar fastar hefðir í kringum mig en nokkrar sem mér þykir sérstaklega vænt um eins og að skera út piparkökur og að borða Þorláksmessuhangikjötið með fjölskyldunni. Það sem mér finnst alveg ómissandi á jólunum er að eiga samverustundir með fólkinu í kringum mig. Möndlugrautsafgangur með góðum kaffibolla í morgunmat á jóladag er líka alveg ómissandi,“ segir Sigrún Norðdahl, keramikhönnuður og matgæðingur. Hún segist þrátt fyrir hefðirnar annars vera óhrædd við að gera tilraunir með hátíðamatinn og á borðum á aðfangadagskvöld er aldrei alveg það sama milli ára sérstaklega þegar kemur að meðlætinu. Smákökubakstur sé hennar helsta skemmtun á aðventunni. „Við fjölskyldan erum einstaklega tilraunaglöð í eldhúsinu. Það er skemmtilegast, enda á maður bara að hafa svolítið gaman af þessu. Mér finnst mjög gaman að baka og bardúsa og síðustu ár hefur skapast hjá mér hefð fyrir því að baka heslihnetusmákökur sem heita Baci di dama og súkkulaðibitakökur með sjávarsalti. Annað fer mikið eftir því hvaða tíma ég hef en ég rek Kaolin gallerý á Skólavörðustíg og hluti af aðventuhefðinni hjá mér er því að standa bak við búðarborðið og aðstoða fólk við að velja fallegt keramik í jólapakkana. En mjög oft er ég að gera tilraunir með eitthvað nýtt ef þannig liggur á mér,“ segir Sigrún. „Drykkirnir sem ég gef uppskrift að eru í grunninn mjög hefðbundnir en mér finnst þessi árstími kalla á smá aukinn yl og þar kemur kryddið til hjálpar. Í kaffidrykknum er ég að leika mér með írskt kaffi en í stað þess að setja viskí í kaffið fer smá af því í rjómann. Kryddið í súkkulaðidrykknum finnst mér einstaklega hjartavermandi. Það er mjög fljótlegt að skella þessum drykkjum saman, ég nota uppáhellt kaffi og samsetningin er síðan rétt eins og að skella sykurmola og mjólkurtári út í hvern bolla. Þeir sem vilja geta sett smá vískídreitil út í kaffið. Svo er bara að bjóða einhverjum í jólakaffi og njóta samverunnar." Jólabirta með engifer og anís er hlýlegur drykkur að ylja sér við á aðventunni. Jólarökkur 100 g súkkulaði 2 cm bútur af engifer ½ tsk. kanill Hnífsoddur af salti 750 ml mjólk Þeyttur rjómi Rifinn appelsínubörkur Setjið allt saman í pott og hitið í rólegheitunum, hellið yfir í könnu og haldið engiferinu frá. Setjið þeyttan rjóma yfir og appelsínubörk. „Í kaffidrykknum er ég að leika mér aðeins með írskt kaffi en í stað þess að setja viskí í kaffið fer smá af því í rjómann.“ Jólabirta 200 ml uppáhellt kaffi, t.d. í pressukönnu, Aeropress eða klassíska uppáhellingu 1 msk. hrásykur eða annar dökkur sykur 1 cm bútur af engifer, saxaður niður 1 anísstjarna ½ appelsínusneið 50 ml rjómi 1 tsk. viskí Lagið kaffi og hellið saman við engifer, anís og sykur, hrærið í til þess að leysa upp sykurinn. Setjið rjómann og viskíið í kokteilhristara og hristið vel saman þangað til rjóminn hefur þykknað aðeins. Setjið hálfa appelsínusneið í glas og hellið kaffinu yfir en haldið engiferinu og anísstjörnunni eftir. Hellið rjómanum varlega yfir.
Jól Jóladrykkir Jólamatur Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira