Óli Stefán: Auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni Smári Jökull Jónsson skrifar 31. júlí 2017 21:36 Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó “Þetta er svona týpískur leikur fyrir okkar stöðu í augnablikinu. Við eigum fantabyrjun, þeir bjarga á línu strax í upphafi og eiga skot í slá. Þegar augnablikið er svona eins og núna þá fellur það ekki alveg með okkur,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Víkingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Grindavík er ennþá í 3.sæti deildarinnar en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem þeir töpuðu aðeins einum af sínum fyrstu tíu leikjum. “Þeir skora frekar ódýr mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir. Við erum bara á þannig kafla núna og þurfum að vera duglegir að vinna til að komast út úr því,” bætti Óli Stefán við. Grindvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en komu mjög daufir til leiks í síðari hálfleiknum og þá tóku Víkingar völdin. “Ég var svolítið svekktur með viðbrögð minna manna í hálfleik. Ég hrósaði þeim í leikhléi því það var kraftur og vilji í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og mér fannst við líklegir. Svo dettur takturinn úr þessu hjá okkur.” “Víkingarnir voru ekkert það mikið betri en við í seinni háfleik en þeir fundu þennan seinni bolta sem til dæmis kom þeim yfir. Það hefur svolítið einkennt okkur að við höfum unnið fyrir þessum seinni bolta og þessu klafsi, við höfum lagt allt í það og uppskorið eftir því en það bar ekki á því í seinni hálfleik í dag,” sagði Óli Stefán. Óli sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir stuttu að liðið þyrfti aðeins eitt stig í viðbót til að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Síðan þá hafa þrír leikir tapast og ekkert stig komið í hús. Eru þessi orð þjálfarans eitthvað að trufla Grindvíkinga? “Alls ekki. Þú getur unnið á alls konar hátt úr markmiðum. Þau eru bara leið fyrir okkur að vinna eftir og trufla okkur ekkert. Umtalið fór svolítið mikið í þetta og við setjum hlutina upp sem er svolítið þægilegt fyrir ykkur að tala um.” “Eitt stig, þrjú eða tíu. Þau koma á endanum og við þurfum bara að finna leiðir út úr þessum slæma kafla sem við erum í núna. Ég hef talað um það að þegar við erum í mótbyr þá lærum við mest. Það er auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni en það reynir á í mótbyr og við erum að upplifa það,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30 Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
“Þetta er svona týpískur leikur fyrir okkar stöðu í augnablikinu. Við eigum fantabyrjun, þeir bjarga á línu strax í upphafi og eiga skot í slá. Þegar augnablikið er svona eins og núna þá fellur það ekki alveg með okkur,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Víkingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Grindavík er ennþá í 3.sæti deildarinnar en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem þeir töpuðu aðeins einum af sínum fyrstu tíu leikjum. “Þeir skora frekar ódýr mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir. Við erum bara á þannig kafla núna og þurfum að vera duglegir að vinna til að komast út úr því,” bætti Óli Stefán við. Grindvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en komu mjög daufir til leiks í síðari hálfleiknum og þá tóku Víkingar völdin. “Ég var svolítið svekktur með viðbrögð minna manna í hálfleik. Ég hrósaði þeim í leikhléi því það var kraftur og vilji í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og mér fannst við líklegir. Svo dettur takturinn úr þessu hjá okkur.” “Víkingarnir voru ekkert það mikið betri en við í seinni háfleik en þeir fundu þennan seinni bolta sem til dæmis kom þeim yfir. Það hefur svolítið einkennt okkur að við höfum unnið fyrir þessum seinni bolta og þessu klafsi, við höfum lagt allt í það og uppskorið eftir því en það bar ekki á því í seinni hálfleik í dag,” sagði Óli Stefán. Óli sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir stuttu að liðið þyrfti aðeins eitt stig í viðbót til að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Síðan þá hafa þrír leikir tapast og ekkert stig komið í hús. Eru þessi orð þjálfarans eitthvað að trufla Grindvíkinga? “Alls ekki. Þú getur unnið á alls konar hátt úr markmiðum. Þau eru bara leið fyrir okkur að vinna eftir og trufla okkur ekkert. Umtalið fór svolítið mikið í þetta og við setjum hlutina upp sem er svolítið þægilegt fyrir ykkur að tala um.” “Eitt stig, þrjú eða tíu. Þau koma á endanum og við þurfum bara að finna leiðir út úr þessum slæma kafla sem við erum í núna. Ég hef talað um það að þegar við erum í mótbyr þá lærum við mest. Það er auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni en það reynir á í mótbyr og við erum að upplifa það,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30 Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30
Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20