Komast ekki í sólina úti á palli vegna stybbu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 10:53 Slökkt hefur verið á brennsluofninum undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni. United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni.
United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33
Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00