Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Sæunn Gísladóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Hér sést Björt í kjól Galvan á Instagram hönnunarmerkisins. Mynd/Skjáskot af Instagram „Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um ljósmynd af Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þingsal Alþingis sem notuð hefur verið í auglýsingaskyni fyrir breska tískuvörumerkið Galvan London. Myndin er hluti af nýrri auglýsingaherferð Galvan á samfélagsmiðlum. Björt Ólafsdóttir og Sóla Káradóttir, listrænn stjórnandi vörumerkisins, eru vinkonur til margra ára eins og kemur fram í færslu Galvan með myndinni á Instagram síðasta föstudag. Þar er bent á að Björt sé ráðherra og að hún standi inni í sal Alþingis. Fleiri vinkonur Sólu hafa að undanförnu einnig setið fyrir á myndum klæddar fatnaði breska merkisins, myndaðar víðsvegar um Ísland.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Einar ÓlafssonBjört vildi ekki tjá sig Helgi segir að samkvæmt reglum Alþingis séu myndatökur í einkaþágu óheimilar í þingsalnum hvort sem sé á þingfundi eða utan. Aftur á móti sé heimilt að taka ljósmyndir inn í salinn, úr hliðarsölum eða gangi, þar sem ljósmyndarar standa fyrir utan salinn sjálfan. Myndatökur í tengslum við blaða- eða sjónvarpsviðtöl, til að taka auglýsingamyndir og yfirleitt annars inni í sjálfum þingsalnum séu sem sagt óheimilar. Myndatökur séu að öðru leyti heimilar í þinghúsinu og Skála Alþingis, svo og á skrifstofum þingmanna. Þegar blaðamaður náði tali af Björt um miðjan dag í gær benti hún á að myndavélinni hefði verið beint inn í þingsal og að hún hefði því ekki brotið neinar reglur Alþingis. Þegar henni var svo kynnt að til stæði að fjalla um myndatökuna vildi hún ekki tjá sig um málið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
„Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um ljósmynd af Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þingsal Alþingis sem notuð hefur verið í auglýsingaskyni fyrir breska tískuvörumerkið Galvan London. Myndin er hluti af nýrri auglýsingaherferð Galvan á samfélagsmiðlum. Björt Ólafsdóttir og Sóla Káradóttir, listrænn stjórnandi vörumerkisins, eru vinkonur til margra ára eins og kemur fram í færslu Galvan með myndinni á Instagram síðasta föstudag. Þar er bent á að Björt sé ráðherra og að hún standi inni í sal Alþingis. Fleiri vinkonur Sólu hafa að undanförnu einnig setið fyrir á myndum klæddar fatnaði breska merkisins, myndaðar víðsvegar um Ísland.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Einar ÓlafssonBjört vildi ekki tjá sig Helgi segir að samkvæmt reglum Alþingis séu myndatökur í einkaþágu óheimilar í þingsalnum hvort sem sé á þingfundi eða utan. Aftur á móti sé heimilt að taka ljósmyndir inn í salinn, úr hliðarsölum eða gangi, þar sem ljósmyndarar standa fyrir utan salinn sjálfan. Myndatökur í tengslum við blaða- eða sjónvarpsviðtöl, til að taka auglýsingamyndir og yfirleitt annars inni í sjálfum þingsalnum séu sem sagt óheimilar. Myndatökur séu að öðru leyti heimilar í þinghúsinu og Skála Alþingis, svo og á skrifstofum þingmanna. Þegar blaðamaður náði tali af Björt um miðjan dag í gær benti hún á að myndavélinni hefði verið beint inn í þingsal og að hún hefði því ekki brotið neinar reglur Alþingis. Þegar henni var svo kynnt að til stæði að fjalla um myndatökuna vildi hún ekki tjá sig um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira