Viðskipti innlent

Tekjur Marels ollu vonbrigðum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels
Tekjur Marels á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans gerði ráð fyrir og ollu vonbrigðum. Þá versnaði afkoma félagsins af fiskiðnaði, þvert á væntingar sérfræðinga hagfræðideildarinnar. Engu að síður telja þeir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af þróuninni eigi skýringar stjórnenda Marels við rök að styðjast.

Eins og kunnugt er námu tekjur Marels 244 milljónum evra á öðrum fjórðungi ársins og drógust saman um tuttugu milljónir evra á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að heildartekjur á fjórðungnum hafi lækkað frá fyrri fjórðungi á öllum sviðum félagsins, en meginskýringuna, að sögn stjórnenda Marels, má rekja til tímasetningu stærri verkefna. Afkoman af kjötiðnaði batnaði en versnaði í fisk- og kjúklingaiðnaði, að sögn hagfræðideildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×