„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Tómas Þór Þórðarso skrifar 16. janúar 2017 17:00 Geir Sveinsson og þjálfarateymi hans er undir pressu í Metz. vísir/epa „Mér finnst alltaf jákvætt þegar menn eru pirraðir. Það hvetur menn oftar en ekki til betri og góðra verka.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í Akraborginni á X977 í dag aðspurður um tvö viðtöl við strákana okkar á HM 2017 í Frakklandi sem hafa vakið nokkra athygli. Það fyrra tók Þorkell Gunnar Sigubjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapið gegn Spáni í fyrsta leik. Fyrirliðinn brást illur við spurningu um hinn víðfræga „slæma kafla“ landsliðsins en hann baðst svo afsökunar daginn eftir. Það síðara tók Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Geir var ekki skemmt þegar Guðmundur spurði hvort það væri nú ekki brekka framundan eftir tapið gegn Slóveníu en Geir baðst einnig afsökunar á viðbrögðum sínum. Strákarnir okkar fengu eitt stig í þriðja leik liðsins á HM gegn Túnis í gær og þurfa líklega að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram. Hafni íslenska liðið í fimmta eða sjötta sæti riðilsins fer það með smáþjóðunum í Forsetabikarinn sem stærri handboltaþjóðir eins og Ísland vilja helst ekki vita af. „Auðvitað eru menn pirraðir. Þeir sjá náttúrlega stöðuna fyrir sér. Handan við hornið er Forsetabikar í Brest ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum. Það er býsna erfiður biti að kyngja, ekki síst fyrir þjálfarann og ég tala nú ekki um leikmennina,“ sagði Guðjón. „Ég er gríðarlega ánægður með það þegar að menn setja hnefann í borðið. Ég er bara alinn þannig upp í boltanum að stundum þurfti að nota hnefann. Nú erum við bara á þeim stað í keppninni að þjálfarateymið þarf að taka liðið og slá hnefanum í borðið: Hingað og ekki lengra!“ sagði Guðjón Guðmundsson. Strákarnir okkar mæta Angóla annað kvöld klukkan 19.45. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
„Mér finnst alltaf jákvætt þegar menn eru pirraðir. Það hvetur menn oftar en ekki til betri og góðra verka.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í Akraborginni á X977 í dag aðspurður um tvö viðtöl við strákana okkar á HM 2017 í Frakklandi sem hafa vakið nokkra athygli. Það fyrra tók Þorkell Gunnar Sigubjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapið gegn Spáni í fyrsta leik. Fyrirliðinn brást illur við spurningu um hinn víðfræga „slæma kafla“ landsliðsins en hann baðst svo afsökunar daginn eftir. Það síðara tók Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Geir var ekki skemmt þegar Guðmundur spurði hvort það væri nú ekki brekka framundan eftir tapið gegn Slóveníu en Geir baðst einnig afsökunar á viðbrögðum sínum. Strákarnir okkar fengu eitt stig í þriðja leik liðsins á HM gegn Túnis í gær og þurfa líklega að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram. Hafni íslenska liðið í fimmta eða sjötta sæti riðilsins fer það með smáþjóðunum í Forsetabikarinn sem stærri handboltaþjóðir eins og Ísland vilja helst ekki vita af. „Auðvitað eru menn pirraðir. Þeir sjá náttúrlega stöðuna fyrir sér. Handan við hornið er Forsetabikar í Brest ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum. Það er býsna erfiður biti að kyngja, ekki síst fyrir þjálfarann og ég tala nú ekki um leikmennina,“ sagði Guðjón. „Ég er gríðarlega ánægður með það þegar að menn setja hnefann í borðið. Ég er bara alinn þannig upp í boltanum að stundum þurfti að nota hnefann. Nú erum við bara á þeim stað í keppninni að þjálfarateymið þarf að taka liðið og slá hnefanum í borðið: Hingað og ekki lengra!“ sagði Guðjón Guðmundsson. Strákarnir okkar mæta Angóla annað kvöld klukkan 19.45.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42
Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30
Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00
Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00
Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti