Á YouTube-svæði Digitalsoju Tv má finna myndband þar sem rætt er við fjóra flóttamenn frá Norður-Kóreu, en þau náðu að flýja úr landi. Í myndbandinu fá þau að smakka alvöru bandarískan grillmat, alvöru BBQ.
Í Norður-Kóreu fær aðeins afmarkaður hópur að borða kjöt og hafði þetta fólk aldrei áður smakkað álíka mat.
Hér að neðan má sjá viðbrögð þeirra við matnum og hlusta á sögur þeirra.