Drengjakórinn hans Geirs er að finna taktinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 06:00 Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kastar sér inn í teiginn, slær boltann í markið og kemur Íslandi 22-21 yfir undir lokin gegn Túnis. Mark Arnars dugði þó ekki til sigurs því Túnisar jöfnuðu metin mínútu fyrir leikslok og tryggðu sér annað stigið. vísir/afp Þetta var alvöru helgi hjá strákunum okkar. Tveir háspennuleikir sem gætu hafa aukið sölu á sprengitöflum heima. Á laugardaginn spiluðu strákarnir við sterkt lið Slóvena og máttu sætta sig við eins marks tap, 26-25. Í gær spiluðu strákarnir svo við Túnis og gerðu jafntefli, 22-22, í háspennuleik. Það var leikur sem strákarnir áttu að vinna en það hefði svo sannarlega verið góður bónus að fá stig líka gegn Slóveníu. Helvítis herslumuninn, eins og strákarnir sögðu, vantaði aftur á móti. Uppskeran er bara eitt stig og strákarnir þurfa líklega að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að komast í sextán liða úrslit.Fá að gera sín mistök Það var í raun ómögulegt að vita hvað liðið myndi gera í þessum leikjum og á þessu móti. Frammistaðan gegn Slóveníu var framar mínum björtustu vonum og við höfum séð liðið taka mörg jákvæð skref í Metz. Við höfum líka séð að það vantar ýmislegt upp á. Þetta mót er aftur á móti til þess að blóðga menn og láta aðra axla meiri ábyrgð. Ég er mjög hrifinn af því sem Geir er að gera. Leyfir ungu mönnunum að spila og gera sín mistök. Það er virðingarverð afstaða. Líkt og með Ómar Inga Magnússon í gær. Hann gerði nokkur skelfileg mistök en fékk traustið til að halda áfram. Hann skoraði líka góð mörk og sýndi hvað hann er sterkur karakter. Ef honum hefði verið kippt strax af velli fyrir sín mistök hefði hann ekki fengið mikilvæga og nauðsynlega reynslu. Hana verður að sækja á mót eins og þetta. Markvarslan og varnarleikurinn hefur verið vonum framar í fyrstu þremur leikjunum. Það er mjög ánægjulegt. Hvoru tveggja mætti þó vissulega vera stöðugra. Það koma enn of langir kaflar þar sem er engin markvarsla og vörnin hriplek.Stirð sókn Sóknarleikurinn hefur hikstað oft og var það viðbúið. Enginn Aron Pálmarsson og nýir menn að axla ábyrgð. Rúnar Kárason hefur gert það einkar vel. Óragur við að taka ábyrgðina og láta vaða er á þarf að halda. Hann hefur einnig verið að skila fínum varnarleik. Sérstaklega í leiknum gegn Túnis. Ólafur Guðmundsson hefur að sama skapi því miður ekki staðið undir væntingum. Hann er enn að gera allt of mörg mistök og frammistaða hans hingað til hefur valdið vonbrigðum. Hann var þó frábær í vörninni í gær og gefst ekki upp. Heldur áfram að djöflast og gefa allt sem hann á. Því miður hefur þetta flotta viðhorf ekki skilað nægu. Arnór Atlason hefur verið betri en ég átti von á og var frábær í leiknum gegn Slóveníu. Það er enn líf í gamla stríðshestinum sem hefur gengið í gegnum mikið. Ásgeir Örn Hallgrímsson virkar að sama skapi ekki heill heilsu og hefur ekki fært liðinu neitt í þessu móti. Spurning hvort það var góð ákvörðun að taka hann með ef hann er ekki í lagi?Framtíðarmenn Janus Daði Smárason hefur sýnt okkur að hann er framtíðarmaður. Með frábært sjálfstraust og óhræddur við að taka af skarið. Kveikti í íslenska liðinu í gær og hefur spilað eins og maður með meiri reynslu en hann hefur í raun og veru. Bjarki Már Elísson sýndi svo þjóðinni á laugardaginn að það þarf enginn að fara á taugum er Guðjón Valur hættir. Hvenær sem það svo verður en það er lítið fararsnið á honum. Arnar Freyr hefur sýnt fína tilburði á köflum og ég myndi hreinlega vilja sjá hann spila meira. Það er því margt jákvætt hingað til og ég trúi ekki öðru en að liðið haldi áfram að eflast og muni á endanum skila sér inn í sextán liða úrslitin.grafík/fréttablaðiðgrafík/fréttablaðið HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Þetta var alvöru helgi hjá strákunum okkar. Tveir háspennuleikir sem gætu hafa aukið sölu á sprengitöflum heima. Á laugardaginn spiluðu strákarnir við sterkt lið Slóvena og máttu sætta sig við eins marks tap, 26-25. Í gær spiluðu strákarnir svo við Túnis og gerðu jafntefli, 22-22, í háspennuleik. Það var leikur sem strákarnir áttu að vinna en það hefði svo sannarlega verið góður bónus að fá stig líka gegn Slóveníu. Helvítis herslumuninn, eins og strákarnir sögðu, vantaði aftur á móti. Uppskeran er bara eitt stig og strákarnir þurfa líklega að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að komast í sextán liða úrslit.Fá að gera sín mistök Það var í raun ómögulegt að vita hvað liðið myndi gera í þessum leikjum og á þessu móti. Frammistaðan gegn Slóveníu var framar mínum björtustu vonum og við höfum séð liðið taka mörg jákvæð skref í Metz. Við höfum líka séð að það vantar ýmislegt upp á. Þetta mót er aftur á móti til þess að blóðga menn og láta aðra axla meiri ábyrgð. Ég er mjög hrifinn af því sem Geir er að gera. Leyfir ungu mönnunum að spila og gera sín mistök. Það er virðingarverð afstaða. Líkt og með Ómar Inga Magnússon í gær. Hann gerði nokkur skelfileg mistök en fékk traustið til að halda áfram. Hann skoraði líka góð mörk og sýndi hvað hann er sterkur karakter. Ef honum hefði verið kippt strax af velli fyrir sín mistök hefði hann ekki fengið mikilvæga og nauðsynlega reynslu. Hana verður að sækja á mót eins og þetta. Markvarslan og varnarleikurinn hefur verið vonum framar í fyrstu þremur leikjunum. Það er mjög ánægjulegt. Hvoru tveggja mætti þó vissulega vera stöðugra. Það koma enn of langir kaflar þar sem er engin markvarsla og vörnin hriplek.Stirð sókn Sóknarleikurinn hefur hikstað oft og var það viðbúið. Enginn Aron Pálmarsson og nýir menn að axla ábyrgð. Rúnar Kárason hefur gert það einkar vel. Óragur við að taka ábyrgðina og láta vaða er á þarf að halda. Hann hefur einnig verið að skila fínum varnarleik. Sérstaklega í leiknum gegn Túnis. Ólafur Guðmundsson hefur að sama skapi því miður ekki staðið undir væntingum. Hann er enn að gera allt of mörg mistök og frammistaða hans hingað til hefur valdið vonbrigðum. Hann var þó frábær í vörninni í gær og gefst ekki upp. Heldur áfram að djöflast og gefa allt sem hann á. Því miður hefur þetta flotta viðhorf ekki skilað nægu. Arnór Atlason hefur verið betri en ég átti von á og var frábær í leiknum gegn Slóveníu. Það er enn líf í gamla stríðshestinum sem hefur gengið í gegnum mikið. Ásgeir Örn Hallgrímsson virkar að sama skapi ekki heill heilsu og hefur ekki fært liðinu neitt í þessu móti. Spurning hvort það var góð ákvörðun að taka hann með ef hann er ekki í lagi?Framtíðarmenn Janus Daði Smárason hefur sýnt okkur að hann er framtíðarmaður. Með frábært sjálfstraust og óhræddur við að taka af skarið. Kveikti í íslenska liðinu í gær og hefur spilað eins og maður með meiri reynslu en hann hefur í raun og veru. Bjarki Már Elísson sýndi svo þjóðinni á laugardaginn að það þarf enginn að fara á taugum er Guðjón Valur hættir. Hvenær sem það svo verður en það er lítið fararsnið á honum. Arnar Freyr hefur sýnt fína tilburði á köflum og ég myndi hreinlega vilja sjá hann spila meira. Það er því margt jákvætt hingað til og ég trúi ekki öðru en að liðið haldi áfram að eflast og muni á endanum skila sér inn í sextán liða úrslitin.grafík/fréttablaðiðgrafík/fréttablaðið
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti