Sala á fyrrverandi bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar samþykkt Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. desember 2017 21:03 Kristín Sævarsdóttir segir að það sé verið að bjóða í veislu þar sem leikreglurnar eru ekki skýrar. Kópavogsbær Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að leggja til við bæjarstjórn að gengið yrði til samninga við Stólpa ehf. vegna sölu á Fannborg 2, 4 og 6. Húseignirnar voru auglýstar til sölu í ágústlok og var gefinn frestur til að skila tilboðum til 12. október. Fjögur tilboð bárust en tilboð Stólpa ehf. hljóðar upp á einn milljarð og fimmtíu milljónir. Bæjarskrifstofur Kópavogs hafa verið til húsa í Fannborg 2, 4, og 6 en þorri starfseminnar er nú fluttur að Digranesvegi 1. Bæjarráð samþykkti málið með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Birkis Jóns Jónssonar og Kristínar Sævarsdóttur í bæjarráði í morgun.Segja ekkert liggja fyrir um áætlað byggingarmagn á svæðinuBirkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn, Kristín Sævarsdóttir, varabæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna og Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Vinstri græn, lögðu fram bókun á bæjarráðsfundinum þar sem þau gagnrýndu að ekki lægi fyrir áætlað byggingarmagn á svæðinu. „Á fundi bæjarstjórnar 26. júní 2017 var samþykkt með atkvæðum meirihlutans að selja húseignirnar í Fannborg 2, 4 og 6. Fulltrúar minnihlutans vildu fara aðra leið en þá var farin, að bærinn myndi móta heildstæða stefnu varðandi skipulag svæðisins m.a. með hugmyndasamkeppni um framtíð Fannborgarreitsins. Slík stefnumótun er ekki fyrir hendi og ekkert liggur fyrir um áætlað byggingarmagn á svæðinu. Mikilvægt er að fyrir fram sé skilyrt að ákveðið hlutfall byggingamagns sé fyrir félagslegt húsnæði, íbúðir fyrir námsmenn, almennar leiguíbúðir og íbúðir fyrir fyrstu kaupendur,” segir í bókuninni. Fulltrúar meirihlutans lýstu hins vegar yfir ánægju með þau tækifæri sem fælust í væntanlegri sölu fasteigna Kópavogsbæjar. „Umhverfið í kringum Hamraborg hefur tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum og munu þær breytingar sem fram undan gegna stóru hlutverki í að gera svæðið enn betra með sérstaka áherslu á Hamraborgina sjálfa. Skipulag í tengslum við söluna mun eins og áður hefur komið fram taka mið af húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem unnin var í þverpólitískri sátt allra flokka en hún tekur m.a. annars á þeim þáttum sem fram koma í bókun minnihlutans,“ segir í bókun frá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.Verið að bjóða í veislu þar sem leikreglurnar eru ekki skýrarÁrmann Kristinn Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, furðaði sig á að fulltrúar minnihlutans skyldu greiða atkvæði gegn afgreiðslunni. „Hér er um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir Kópavogsbæ. Verðið sem fæst fyrir fasteignirnar er helmingi hærra heldur en það verð sem ég lagði til grundvallar á sínum tíma og menn efuðust um að fengist fyrir fasteignirnar,“ sagði hann. Kristín Sævarsdóttir sagði hins vegar að það væri verið að bjóða í veislu þar sem leikreglurnar væru ekki skýrar. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að leggja til við bæjarstjórn að gengið yrði til samninga við Stólpa ehf. vegna sölu á Fannborg 2, 4 og 6. Húseignirnar voru auglýstar til sölu í ágústlok og var gefinn frestur til að skila tilboðum til 12. október. Fjögur tilboð bárust en tilboð Stólpa ehf. hljóðar upp á einn milljarð og fimmtíu milljónir. Bæjarskrifstofur Kópavogs hafa verið til húsa í Fannborg 2, 4, og 6 en þorri starfseminnar er nú fluttur að Digranesvegi 1. Bæjarráð samþykkti málið með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Birkis Jóns Jónssonar og Kristínar Sævarsdóttur í bæjarráði í morgun.Segja ekkert liggja fyrir um áætlað byggingarmagn á svæðinuBirkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn, Kristín Sævarsdóttir, varabæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna og Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Vinstri græn, lögðu fram bókun á bæjarráðsfundinum þar sem þau gagnrýndu að ekki lægi fyrir áætlað byggingarmagn á svæðinu. „Á fundi bæjarstjórnar 26. júní 2017 var samþykkt með atkvæðum meirihlutans að selja húseignirnar í Fannborg 2, 4 og 6. Fulltrúar minnihlutans vildu fara aðra leið en þá var farin, að bærinn myndi móta heildstæða stefnu varðandi skipulag svæðisins m.a. með hugmyndasamkeppni um framtíð Fannborgarreitsins. Slík stefnumótun er ekki fyrir hendi og ekkert liggur fyrir um áætlað byggingarmagn á svæðinu. Mikilvægt er að fyrir fram sé skilyrt að ákveðið hlutfall byggingamagns sé fyrir félagslegt húsnæði, íbúðir fyrir námsmenn, almennar leiguíbúðir og íbúðir fyrir fyrstu kaupendur,” segir í bókuninni. Fulltrúar meirihlutans lýstu hins vegar yfir ánægju með þau tækifæri sem fælust í væntanlegri sölu fasteigna Kópavogsbæjar. „Umhverfið í kringum Hamraborg hefur tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum og munu þær breytingar sem fram undan gegna stóru hlutverki í að gera svæðið enn betra með sérstaka áherslu á Hamraborgina sjálfa. Skipulag í tengslum við söluna mun eins og áður hefur komið fram taka mið af húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem unnin var í þverpólitískri sátt allra flokka en hún tekur m.a. annars á þeim þáttum sem fram koma í bókun minnihlutans,“ segir í bókun frá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.Verið að bjóða í veislu þar sem leikreglurnar eru ekki skýrarÁrmann Kristinn Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, furðaði sig á að fulltrúar minnihlutans skyldu greiða atkvæði gegn afgreiðslunni. „Hér er um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir Kópavogsbæ. Verðið sem fæst fyrir fasteignirnar er helmingi hærra heldur en það verð sem ég lagði til grundvallar á sínum tíma og menn efuðust um að fengist fyrir fasteignirnar,“ sagði hann. Kristín Sævarsdóttir sagði hins vegar að það væri verið að bjóða í veislu þar sem leikreglurnar væru ekki skýrar.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira