Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2017 06:31 Salvator Mundi, dýrasta málverk sögunnar. Vísir/Getty Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hið glænýja og fokdýra listasafn borgarinnar, Louvre Abu Dhabi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að verkið væri „á leiðinni“ til safnsins en hefur ekki sagt til um hvort það verði þar til sýnis eður ei.Fjölmiðlar ytra telja nú ljóst að orðrómurinn um uppboðið hafi verið réttur - málverkið hafi verið slegið vellauðugum olíufursta við Persaflóa. New York Times hefur meðal annars sagt kaupandanna vera prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud og vísaði í gögn sem blaðið hafði undir höndum. Uppboðshúsið Christie's hefur þvertekið fyrir að nafngreina kaupandann.Da Vinci's Salvator Mundi is coming to #LouvreAbuDhabi pic.twitter.com/Zdstx6YFZG— Louvre Abu Dhabi (@LouvreAbuDhabi) December 6, 2017 Vísir greindi frá uppboðinu í New York á sínum tíma. Eftir um 20 mínútna þref var málverkið, sem ber nafnið Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, selt fyrir 450 milljónir bandaríkjadala - rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Er því um að ræða dýrasta málverk sögunnar.Sjá einnig: Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Uppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Safnið Louvre Abu Dhabi opnaði fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Framkvæmdin kostaði ríflega 140 milljarða íslenskra króna. Þar má nú sjá rúmlega 900 listmuni, þar af eru 300 sem safnið hefur fengið lánað frá systursafni sínu í Frakklandi. Safnið í Abu Dhabi greiðir Louvre-safninu í París milljarða króna fyrir lánið á mununum - sem og fyrir að mega nota nafn hins heimsfræga listasafns. Tengdar fréttir Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hið glænýja og fokdýra listasafn borgarinnar, Louvre Abu Dhabi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að verkið væri „á leiðinni“ til safnsins en hefur ekki sagt til um hvort það verði þar til sýnis eður ei.Fjölmiðlar ytra telja nú ljóst að orðrómurinn um uppboðið hafi verið réttur - málverkið hafi verið slegið vellauðugum olíufursta við Persaflóa. New York Times hefur meðal annars sagt kaupandanna vera prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud og vísaði í gögn sem blaðið hafði undir höndum. Uppboðshúsið Christie's hefur þvertekið fyrir að nafngreina kaupandann.Da Vinci's Salvator Mundi is coming to #LouvreAbuDhabi pic.twitter.com/Zdstx6YFZG— Louvre Abu Dhabi (@LouvreAbuDhabi) December 6, 2017 Vísir greindi frá uppboðinu í New York á sínum tíma. Eftir um 20 mínútna þref var málverkið, sem ber nafnið Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, selt fyrir 450 milljónir bandaríkjadala - rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Er því um að ræða dýrasta málverk sögunnar.Sjá einnig: Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Uppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Safnið Louvre Abu Dhabi opnaði fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Framkvæmdin kostaði ríflega 140 milljarða íslenskra króna. Þar má nú sjá rúmlega 900 listmuni, þar af eru 300 sem safnið hefur fengið lánað frá systursafni sínu í Frakklandi. Safnið í Abu Dhabi greiðir Louvre-safninu í París milljarða króna fyrir lánið á mununum - sem og fyrir að mega nota nafn hins heimsfræga listasafns.
Tengdar fréttir Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30
Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22