Vegamálastjóri bíður spenntur eftir símhringingu frá ráðherra Baldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við lyklunum að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. vísir/eyþór „Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira