Gillz kemur Dóra DNA til varnar: „Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2017 13:15 Egill Einarsson, Halldór Halldórsson og Karl Th. Birgisson eru ekki á eitt sáttir. Vísir Líkamsræktarfrömuðurinn Egill Einarsson, sem einnig er þekktur undir nafninu Gillz, kemur grínistanum og leikhúsmanninum Halldóri Halldórssyni, eða Dóra DNA, til varnar á Twitter-síðu sinni í dag. Gillz tekur upp hanskann fyrir Dóra í kjölfar ummæla Karls Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar, um útlit Halldórs eftir að sá síðarnefndi kom fram í þættinum Vikunni með Gísla Marteini sem sýndur var á RÚV á föstudagskvöld.Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft! pic.twitter.com/ZW0zzox1D4— Egill Einarsson (@EgillGillz) April 23, 2017 Gillz er harðorður í garð Karls á Twitter og skrifar: „Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ en hann vísar þar til þess að Halldór hefur sjálfur verið duglegur í ræktinni upp á síðkastið. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, lét ummælin, sem gagnrýnd eru, falla á Facebook síðu sinni. „Sá loksins Vikuna sem hann Gísli Marteinn stýrir. Fékk veruleg ónot þegar Dóri DNA birtist með fitukeppina sína. Er í alvörunni enginn sem getur kennt honum að klæða þetta af sér? Eða bara gera eitthvað í þessu? Þetta er hreint ekkert lekkert. Og að fólki sé boðið upp á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Karl í stöðuuppfærslu. Færslan vakti mikla athygli og nokkuð hörð viðbrögð meðal vina hans á samfélagsmiðlinum en hann þykir þarna hafa sýnt af sér fitufordóma, sem hafa verið töluvert áberandi í umræðunni síðustu misserin.Um var að ræða misheppnaðan brandara Í athugasemd við færsluna sagði Karl að um hefði verið að ræða misheppnaðan brandara og baðst afsökunar á honum. Hann sagðist hafa „tekið að sér að vera innhringjandinn og fara með klisjurnar, og þykir leitt hversu vel það tókst.“ Hann sagði enn fremur upphafspunktinn hafa átt að vera þann að „við tölum of oft um klæðaburð og líkamsvöxt kvenna, fremur en hvað þær hafa að segja. Ég yfirfærði hann á Dóra, sem mér þykir raunar nokkuð til um.“ Karl segir þetta að lokum hafa verið vondan brandara sem misheppnaðist. „Þetta lét mér líða mjög illa“ Sjálfur lét Dóri DNA heyra í sér um málið en í svari hans til Gillz á Twitter, sem er þó nokkuð grínskotið, sagði hann að ummælin hefðu komið illa við sig. „Þetta lét mér líða mjög illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill,“ sagði Dóri.@EgillGillz Þetta lét mér líða mjôg illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 23, 2017 Elva Björk Ágústsdóttir, varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, sagði í viðtali við Vísi lok mars að hún greindi jákvæða þróun í umræðu um líkamsvirðingu og að fólk væri orðið meðvitaðra um fitufordóma. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land,“ sagði hún um mál leikkonunnar Ágústu Evu og Manuelu Óskar Harðardóttur sem vakti mikla athygli fyrir skömmu, en sú fyrrnefnda skrifaði athugasemd við mynd þeirrar síðarnefndu á Instagram sem þótti í anda útlitsfordóma.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Líkamsræktarfrömuðurinn Egill Einarsson, sem einnig er þekktur undir nafninu Gillz, kemur grínistanum og leikhúsmanninum Halldóri Halldórssyni, eða Dóra DNA, til varnar á Twitter-síðu sinni í dag. Gillz tekur upp hanskann fyrir Dóra í kjölfar ummæla Karls Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar, um útlit Halldórs eftir að sá síðarnefndi kom fram í þættinum Vikunni með Gísla Marteini sem sýndur var á RÚV á föstudagskvöld.Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft! pic.twitter.com/ZW0zzox1D4— Egill Einarsson (@EgillGillz) April 23, 2017 Gillz er harðorður í garð Karls á Twitter og skrifar: „Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ en hann vísar þar til þess að Halldór hefur sjálfur verið duglegur í ræktinni upp á síðkastið. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, lét ummælin, sem gagnrýnd eru, falla á Facebook síðu sinni. „Sá loksins Vikuna sem hann Gísli Marteinn stýrir. Fékk veruleg ónot þegar Dóri DNA birtist með fitukeppina sína. Er í alvörunni enginn sem getur kennt honum að klæða þetta af sér? Eða bara gera eitthvað í þessu? Þetta er hreint ekkert lekkert. Og að fólki sé boðið upp á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Karl í stöðuuppfærslu. Færslan vakti mikla athygli og nokkuð hörð viðbrögð meðal vina hans á samfélagsmiðlinum en hann þykir þarna hafa sýnt af sér fitufordóma, sem hafa verið töluvert áberandi í umræðunni síðustu misserin.Um var að ræða misheppnaðan brandara Í athugasemd við færsluna sagði Karl að um hefði verið að ræða misheppnaðan brandara og baðst afsökunar á honum. Hann sagðist hafa „tekið að sér að vera innhringjandinn og fara með klisjurnar, og þykir leitt hversu vel það tókst.“ Hann sagði enn fremur upphafspunktinn hafa átt að vera þann að „við tölum of oft um klæðaburð og líkamsvöxt kvenna, fremur en hvað þær hafa að segja. Ég yfirfærði hann á Dóra, sem mér þykir raunar nokkuð til um.“ Karl segir þetta að lokum hafa verið vondan brandara sem misheppnaðist. „Þetta lét mér líða mjög illa“ Sjálfur lét Dóri DNA heyra í sér um málið en í svari hans til Gillz á Twitter, sem er þó nokkuð grínskotið, sagði hann að ummælin hefðu komið illa við sig. „Þetta lét mér líða mjög illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill,“ sagði Dóri.@EgillGillz Þetta lét mér líða mjôg illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 23, 2017 Elva Björk Ágústsdóttir, varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, sagði í viðtali við Vísi lok mars að hún greindi jákvæða þróun í umræðu um líkamsvirðingu og að fólk væri orðið meðvitaðra um fitufordóma. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land,“ sagði hún um mál leikkonunnar Ágústu Evu og Manuelu Óskar Harðardóttur sem vakti mikla athygli fyrir skömmu, en sú fyrrnefnda skrifaði athugasemd við mynd þeirrar síðarnefndu á Instagram sem þótti í anda útlitsfordóma.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira