Hefur áhyggjur af stöðu sjúkraflutninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 12:00 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira