Hefur áhyggjur af stöðu sjúkraflutninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 12:00 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Heilbrigðismál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Heilbrigðismál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira