Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar 18. júlí 2017 20:45 Stelpurnar okkar tóku víkingaklappið með þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum í leikslok. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar urðu að sætta sig við sársvekkjandi 1-0 tap gegn Frakklandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi. Frakkar réðu gangi leiksins en okkar konur vörðust af yfirvegun og voru afar ákveðnar og klókar. Úrslitin réðust skömmu fyrir leikslok en mark Frakka kom úr vítaspyrnu. Sárt tap en okkar konur geta gengið stoltar af velli og sömuleiðis stuðningsmenn Íslands sem voru magnaðir. Austurríki og Sviss, varið ykkur.Seldu sig dýrt frá fyrstu mínútu „Stelpurnar vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson á fundi með blaðamönnum fyrir leikinn gegn Frökkum. Óhætt er að segja að stelpurnar hafi tekið hann á orðinu. Frá fyrstu mínútu á Willem II leikvanginum í Tilburg var ljóst að okkar stelpur myndu selja sig dýrt. Sem þær gerðu. Byrjunarliðið var óvænt, en klókt. Miðjunaglanum Dagnýju Brynjarsdóttur var stillt upp í framlínu en var í hlutverkri svokallaðar falskrar níu þannig að Ísland spilaði ekki með eiginlegan framherja. Það átti að þétta liðið og leggja áherslu á að verjast. Ekki skrýtið. Frakkar líklegir til að fara alla leið á mótinu og mun sterkara lið á pappírnum. Frammistaða Ingibjargar Sigurðardóttur, Sigríðar Láru Garðarsdóttur og hinnar átján ára Öglu Maríu Albertsdóttur í lokaleikjunum fyrir EM tryggði þeim sæti í byrjunarliðinu. Þær ætluðu greinilega að selja sig dýrt og raunar má telja ótrúlegt að Sísí hafi ekki fengið gult spjald eftir átján mínútur þegar hún straujaði einn Frakkann. Engin leið var að lesa í línu dómarans sem var úti á túni. Það ýmist kom okkar konum vel eða illa. Hin átján ára Agla María Albertsdóttir var afar ákveðin í leiknum og sótti meðal annars hornspyrnuna sem skapaði besta færi Íslands.Vísir/Vilhelm Dauðafæri Dagnýjar Fátt var um færi í fyrri hálfleik. Frakkar áttu ágætar tilraunir af löngum færum og í eitt skipti skall hurð nærri hælum eftir aukaspyrnu inn á teiginn frá vinstri. Okkar konur björguðu á línu. Þá hafði Ingibjörg brotið gróflega á einum Frakkanum þegar hún henti sér með sólann á undan. Stórhættulegt en til marks um ákveðni okkar kvenna allan hálfleikinn. Svo mikil var hún reyndar að franski þjálfarinn kvartaði endurtekið við dómarakvartettinn þegar hans stelpur lágu í valnum. Besta færi Íslands í hálfleiknum kom á 37. mínútu eftir að Agla María sótti hornspyrnu af harðfylgi. Dagný skallaði fyrirgjöf Hallberu rétt yfir af markteig. Færið reyndist það besta sem okkar konur fengu í leiknum. Í viðbótartíma vildu Íslendingar svo fá vítaspyrnu þegar Fanndís féll í teignum. Dómarinn vissi sem fyrr ekkert hvað hún átti að gera og dæmdi ekkert. „Ísland Ísland“ hljómaði þegar flautað var til hálfleiks og gaman var að sjá varamenn íslenska liðsins stökkva á fætur, hlaupa inn á völlinn og fagna liðsfélögum sínum fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Allar sem ein, í orði sem borði.Áhorfendur stóðu svo sannarlega vaktina vel á Willem II leikvanginum í kvöld. Vísir/VilhelmSif stórkostleg Seinni hálfleikur fór að mestu fram á vallarhelmingi Íslands, eins og sá fyrri. Frakkar reyndu hvað þeir gátu að brjóta niður varnarmúrin og létu vaða þegar svo bar undir. Miðverðir Íslands stóðu vaktina sérstaklega vel, héldu línu og þvinguðu Frakka að mestu í skot utan teigs. Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu kunni vel að meta þau og varði af öryggi þegar þau hittu markið. Verður hér að minnast á frammistöðu Sifjar Atladóttir sem var mögnuð í leiknum.Það var áberandi hvað leikmenn Íslands þekktu hlutverk sín vel. Voru fljótir að koma sér í stöður í föstum leikatriðum Frakkanna og létu ekki teyma sig í vitleysu. Spennan var samt mikil enda Frakkarnir alltaf líklegir til að skora. En þegar þeir virtust vera að brjóta niður vörnina var ein íslensk valkyrja mætt til að bjarga málum.Á 75. mínútu hristist mark Íslands svakalega þegar miðvörðurinn Renard skallaði af krafti í slá af stuttu færi. Dauðafæri en lukkan með okkar konum. Enn var markalaust og um þrjú þúsund Íslendingar farnir að gera sér góðar vonir um að sigla stiginu í hús. Þegar Freyr þjálfari gaf dauðþreyttri Gunnhildi Yrsu fasta fimmu, eftir að Gunnhildur hafði unnið innkast fyrir framan varamannabekkinn, skynjaði maður að þetta gæti verið kvöldið okkar.Dagný Brynjarsdóttir í skallaeinvígi við franskan leikmann. Dagný fékk besta færi Íslands í fyrri hálfleik en skallaði yfir.vísir/vilhelmGanga stoltar frá borðiÞví miður réðust úrslitin nokkrum mínútum síðar þegar Amandine Henry féll í teignum eftir viðskipti við Elínu Mettu Jensen. Ítalski dómarinn, sem flautaði ekki þegar virtist brotið á Fanndísi í teignum í fyrri hálfleik, benti á punktinn og virtist litlu að mótmæla. Hrikalega svekkjandi fyrir Elínu Mettu en um leið klaufalegt en hún var nýkomin inn á völlinn sem varamaður. Eugénie Le Sommer, framherji Lyon, skoraði af öryggi úr spyrnunni.Íslensku stelpurnar reyndu hvað þær gátu en þær mínútur sem eftir lifðu og viðbótartími voru ekki nóg. Niðurstaðan sigur Evrópumeistarakandídatanna en það hefði svo sannarlega ekki þurft að vera niðurstaða.Fyrir leikinn var ljóst að möguleikar Íslands myndu ekki ráðast af leiknum gegn sterkasta liði riðilsins. Frammistaðan í þeim leik myndi hins vegar gefa tóninn fyrir hina leikina tvo. Tónninn? Afar góður. Okkar konur ætla sér stóra hluti, eru afar vel skipulagðar varnarlega og eiga mikið inni sóknarlega. Þær hafa nú frábæra frammistöðu til að byggja á og það skildi enginn afskrifa þær gegn Austurríki og Sviss. EM 2017 í Hollandi
Stelpurnar okkar urðu að sætta sig við sársvekkjandi 1-0 tap gegn Frakklandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi. Frakkar réðu gangi leiksins en okkar konur vörðust af yfirvegun og voru afar ákveðnar og klókar. Úrslitin réðust skömmu fyrir leikslok en mark Frakka kom úr vítaspyrnu. Sárt tap en okkar konur geta gengið stoltar af velli og sömuleiðis stuðningsmenn Íslands sem voru magnaðir. Austurríki og Sviss, varið ykkur.Seldu sig dýrt frá fyrstu mínútu „Stelpurnar vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson á fundi með blaðamönnum fyrir leikinn gegn Frökkum. Óhætt er að segja að stelpurnar hafi tekið hann á orðinu. Frá fyrstu mínútu á Willem II leikvanginum í Tilburg var ljóst að okkar stelpur myndu selja sig dýrt. Sem þær gerðu. Byrjunarliðið var óvænt, en klókt. Miðjunaglanum Dagnýju Brynjarsdóttur var stillt upp í framlínu en var í hlutverkri svokallaðar falskrar níu þannig að Ísland spilaði ekki með eiginlegan framherja. Það átti að þétta liðið og leggja áherslu á að verjast. Ekki skrýtið. Frakkar líklegir til að fara alla leið á mótinu og mun sterkara lið á pappírnum. Frammistaða Ingibjargar Sigurðardóttur, Sigríðar Láru Garðarsdóttur og hinnar átján ára Öglu Maríu Albertsdóttur í lokaleikjunum fyrir EM tryggði þeim sæti í byrjunarliðinu. Þær ætluðu greinilega að selja sig dýrt og raunar má telja ótrúlegt að Sísí hafi ekki fengið gult spjald eftir átján mínútur þegar hún straujaði einn Frakkann. Engin leið var að lesa í línu dómarans sem var úti á túni. Það ýmist kom okkar konum vel eða illa. Hin átján ára Agla María Albertsdóttir var afar ákveðin í leiknum og sótti meðal annars hornspyrnuna sem skapaði besta færi Íslands.Vísir/Vilhelm Dauðafæri Dagnýjar Fátt var um færi í fyrri hálfleik. Frakkar áttu ágætar tilraunir af löngum færum og í eitt skipti skall hurð nærri hælum eftir aukaspyrnu inn á teiginn frá vinstri. Okkar konur björguðu á línu. Þá hafði Ingibjörg brotið gróflega á einum Frakkanum þegar hún henti sér með sólann á undan. Stórhættulegt en til marks um ákveðni okkar kvenna allan hálfleikinn. Svo mikil var hún reyndar að franski þjálfarinn kvartaði endurtekið við dómarakvartettinn þegar hans stelpur lágu í valnum. Besta færi Íslands í hálfleiknum kom á 37. mínútu eftir að Agla María sótti hornspyrnu af harðfylgi. Dagný skallaði fyrirgjöf Hallberu rétt yfir af markteig. Færið reyndist það besta sem okkar konur fengu í leiknum. Í viðbótartíma vildu Íslendingar svo fá vítaspyrnu þegar Fanndís féll í teignum. Dómarinn vissi sem fyrr ekkert hvað hún átti að gera og dæmdi ekkert. „Ísland Ísland“ hljómaði þegar flautað var til hálfleiks og gaman var að sjá varamenn íslenska liðsins stökkva á fætur, hlaupa inn á völlinn og fagna liðsfélögum sínum fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Allar sem ein, í orði sem borði.Áhorfendur stóðu svo sannarlega vaktina vel á Willem II leikvanginum í kvöld. Vísir/VilhelmSif stórkostleg Seinni hálfleikur fór að mestu fram á vallarhelmingi Íslands, eins og sá fyrri. Frakkar reyndu hvað þeir gátu að brjóta niður varnarmúrin og létu vaða þegar svo bar undir. Miðverðir Íslands stóðu vaktina sérstaklega vel, héldu línu og þvinguðu Frakka að mestu í skot utan teigs. Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu kunni vel að meta þau og varði af öryggi þegar þau hittu markið. Verður hér að minnast á frammistöðu Sifjar Atladóttir sem var mögnuð í leiknum.Það var áberandi hvað leikmenn Íslands þekktu hlutverk sín vel. Voru fljótir að koma sér í stöður í föstum leikatriðum Frakkanna og létu ekki teyma sig í vitleysu. Spennan var samt mikil enda Frakkarnir alltaf líklegir til að skora. En þegar þeir virtust vera að brjóta niður vörnina var ein íslensk valkyrja mætt til að bjarga málum.Á 75. mínútu hristist mark Íslands svakalega þegar miðvörðurinn Renard skallaði af krafti í slá af stuttu færi. Dauðafæri en lukkan með okkar konum. Enn var markalaust og um þrjú þúsund Íslendingar farnir að gera sér góðar vonir um að sigla stiginu í hús. Þegar Freyr þjálfari gaf dauðþreyttri Gunnhildi Yrsu fasta fimmu, eftir að Gunnhildur hafði unnið innkast fyrir framan varamannabekkinn, skynjaði maður að þetta gæti verið kvöldið okkar.Dagný Brynjarsdóttir í skallaeinvígi við franskan leikmann. Dagný fékk besta færi Íslands í fyrri hálfleik en skallaði yfir.vísir/vilhelmGanga stoltar frá borðiÞví miður réðust úrslitin nokkrum mínútum síðar þegar Amandine Henry féll í teignum eftir viðskipti við Elínu Mettu Jensen. Ítalski dómarinn, sem flautaði ekki þegar virtist brotið á Fanndísi í teignum í fyrri hálfleik, benti á punktinn og virtist litlu að mótmæla. Hrikalega svekkjandi fyrir Elínu Mettu en um leið klaufalegt en hún var nýkomin inn á völlinn sem varamaður. Eugénie Le Sommer, framherji Lyon, skoraði af öryggi úr spyrnunni.Íslensku stelpurnar reyndu hvað þær gátu en þær mínútur sem eftir lifðu og viðbótartími voru ekki nóg. Niðurstaðan sigur Evrópumeistarakandídatanna en það hefði svo sannarlega ekki þurft að vera niðurstaða.Fyrir leikinn var ljóst að möguleikar Íslands myndu ekki ráðast af leiknum gegn sterkasta liði riðilsins. Frammistaðan í þeim leik myndi hins vegar gefa tóninn fyrir hina leikina tvo. Tónninn? Afar góður. Okkar konur ætla sér stóra hluti, eru afar vel skipulagðar varnarlega og eiga mikið inni sóknarlega. Þær hafa nú frábæra frammistöðu til að byggja á og það skildi enginn afskrifa þær gegn Austurríki og Sviss.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti