R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júlí 2017 06:47 Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka. Vísir/Getty Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka. „Robert Kelly er skelkaður og ringlaður yfir þessum ásökunum í hans garð. Herra Kelly neitar þessum ásökunum afdráttarlaust,“ sagði Linda Mensch, lögmaður Kelly, í yfirlýsingu. Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, hafa stigið fram með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Þær lýsa honum sem sjúklega stjórnsömum einstaklingi. Hann stjórni konunum að öllu leyti, ráði hvernig þær klæða sig, hvernig þær haga sér, hvenær þær fá að baða sig og sofa. Kelly er meðal annars sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi þar sem hann hann hafi tekið upp myndefni sem sýnir hann stunda kynmök með konunum. Í kjölfarið hafi hann sýnt karlkyns vinum sínum myndefnið. Kelly var árið 2008 sýknaður af ákæru um að hafa framleitt barnaklám eftir að myndband leit dagsins ljós þar sem hann sást stunda kynmök við fjórtán ára gamla stúlku. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka. „Robert Kelly er skelkaður og ringlaður yfir þessum ásökunum í hans garð. Herra Kelly neitar þessum ásökunum afdráttarlaust,“ sagði Linda Mensch, lögmaður Kelly, í yfirlýsingu. Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, hafa stigið fram með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Þær lýsa honum sem sjúklega stjórnsömum einstaklingi. Hann stjórni konunum að öllu leyti, ráði hvernig þær klæða sig, hvernig þær haga sér, hvenær þær fá að baða sig og sofa. Kelly er meðal annars sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi þar sem hann hann hafi tekið upp myndefni sem sýnir hann stunda kynmök með konunum. Í kjölfarið hafi hann sýnt karlkyns vinum sínum myndefnið. Kelly var árið 2008 sýknaður af ákæru um að hafa framleitt barnaklám eftir að myndband leit dagsins ljós þar sem hann sást stunda kynmök við fjórtán ára gamla stúlku.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29