Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 18. júlí 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður vinstri grænna. vísir/eyþór „Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira