Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 13:18 Paolo Macchiarini framkvæmdi á sínum tíma plastbarkaígræðslur á sjúklingum. Vísir/AFP Opinber siðanefnd í Svíþjóð (Centrala etikprövningsnämnden) telur að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um „vísindalegt misferli“ við rannsóknir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.Nefndin hafði að beiðni Karoliska Institutet í Stokkhólmi rannsakað sex fræðigreinar um plastbarkaígreiðslur þar sem Macchiarini var titlaður aðalhöfundur. Tvær greinanna voru birtar í hinu virta læknariti Lancet og hinar fjórar í öðrum tímaritum. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að í öllum greinunum komi fram „vísindalegt misferli“. Bengt Gerdin prófessor sem hafði áður rannsakað greinarnar, hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Segir að textinn hafi verið misleiðandi og að Macchiarini hafi í greinunum fegrað ástand sjúklinga sinna. Upplýsingar vanti og Macchiarini hafi fullyrt ranglega að hann hafi fengið heimild siðanefndar til að framkvæma aðgerðir sínar, en vanalega þarf slíka heimild þegar læknar prófa nýjar rannsóknaraðferðir.Allir meðhöfundar ábyrgirNiðurstaða siðanefndar er sú að allir höfundar greinanna - það er meðhöfundar einnig - hafi gerst sekir um „vísindalegt misferli“ í málinu, en sá sem beri höfuðábyrgð sé Macchiarini sjálfur.Tómas Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012.VísirVilhelmSiðanefndin hafði í september á síðasta ári einnig komist að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Þá hafi einungis ein grein verið rannsökuð, en nú hafi sex verið teknar til skoðunar. Beinir siðanefndin því til fagtímaritanna að draga umræddar greinar til baka.Óskar og Tómas meðhöfundarÍslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. Hann var sendur til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá Macchiarini árið 2011. Beyene lést árið 2014. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Var ráðinn 2010 Macchiarini var ráðinn til Karolinska í Stokkhólmi árið 2010 og á árunum 2011 til 2013 framkvæmdi hann plastbarkaaðgerðir á sjúkrahúsinu þar sem vonast var til að græða plastbarkana í líkama sjúklinganna og að þeir myndu starfa sem venjulegir barkar með aðstoð stofnfruma. Aðferðin gekk hins vegar ekki upp og hafi allir þrír sjúklingarnir látist eftir að aðgerðirnar voru framkvæmdar. Sjúklingarnir sem um ræðir voru kona frá Tyrklandi, bandarískur karlmaður og Beyene. Auk sjúklinganna þriggja var Macchiarini einnig grunaður um að hafa verið valdur að grófu líkamstjóni fjórða sjúklingsins. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Opinber siðanefnd í Svíþjóð (Centrala etikprövningsnämnden) telur að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um „vísindalegt misferli“ við rannsóknir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.Nefndin hafði að beiðni Karoliska Institutet í Stokkhólmi rannsakað sex fræðigreinar um plastbarkaígreiðslur þar sem Macchiarini var titlaður aðalhöfundur. Tvær greinanna voru birtar í hinu virta læknariti Lancet og hinar fjórar í öðrum tímaritum. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að í öllum greinunum komi fram „vísindalegt misferli“. Bengt Gerdin prófessor sem hafði áður rannsakað greinarnar, hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Segir að textinn hafi verið misleiðandi og að Macchiarini hafi í greinunum fegrað ástand sjúklinga sinna. Upplýsingar vanti og Macchiarini hafi fullyrt ranglega að hann hafi fengið heimild siðanefndar til að framkvæma aðgerðir sínar, en vanalega þarf slíka heimild þegar læknar prófa nýjar rannsóknaraðferðir.Allir meðhöfundar ábyrgirNiðurstaða siðanefndar er sú að allir höfundar greinanna - það er meðhöfundar einnig - hafi gerst sekir um „vísindalegt misferli“ í málinu, en sá sem beri höfuðábyrgð sé Macchiarini sjálfur.Tómas Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012.VísirVilhelmSiðanefndin hafði í september á síðasta ári einnig komist að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Þá hafi einungis ein grein verið rannsökuð, en nú hafi sex verið teknar til skoðunar. Beinir siðanefndin því til fagtímaritanna að draga umræddar greinar til baka.Óskar og Tómas meðhöfundarÍslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. Hann var sendur til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá Macchiarini árið 2011. Beyene lést árið 2014. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Var ráðinn 2010 Macchiarini var ráðinn til Karolinska í Stokkhólmi árið 2010 og á árunum 2011 til 2013 framkvæmdi hann plastbarkaaðgerðir á sjúkrahúsinu þar sem vonast var til að græða plastbarkana í líkama sjúklinganna og að þeir myndu starfa sem venjulegir barkar með aðstoð stofnfruma. Aðferðin gekk hins vegar ekki upp og hafi allir þrír sjúklingarnir látist eftir að aðgerðirnar voru framkvæmdar. Sjúklingarnir sem um ræðir voru kona frá Tyrklandi, bandarískur karlmaður og Beyene. Auk sjúklinganna þriggja var Macchiarini einnig grunaður um að hafa verið valdur að grófu líkamstjóni fjórða sjúklingsins.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13