Jafnrétti Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. október 2017 07:00 Það hallar á hlut kvenna í fimm af þeim átta þingflokkum sem komu upp úr kjörkössunum um helgina. Staða kvenna á Alþingi hefur ekki verið jafn slæm í tíu ár og það verður þeim flokkum sem skipa nýtt Alþingi Íslendinga til ævarandi skammar að leiða jafna aðkomu kynjanna að löggjafarþinginu hjá sér. Þá sérstaklega í ljósi þess að á fyrra þingi voru kynjahlutföllin svo gott sem jöfn. Það er þó ekki aðeins í hlutskipti kvenna á nýju þingi sem jafnréttismálin eru fótum troðum. Misjafnt atkvæðavægi hefur á ný meiriháttar áhrif á niðurstöður kosninga. Nægir að líta á það hvernig atkvæði skiptast á milli Framsóknarflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn hlaut 10,7 prósent atkvæða (21.016) og átta kjördæmakjörna þingmenn á meðan Samfylking fékk 12,1 prósent (23.652) og sjö þingmenn, þar á meðal einn jöfnunarþingmann. Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda. Öll Norðurlöndin, utan Noregs, hafa fyrir löngu jafnað atkvæðavægi. Kjósendur í dreifbýli hafa lengi vel haft meira vægi í þingkosningum en kjósendur í þéttbýli. Um aldamót voru þessu misvægi sett ákveðin mörk þar sem vægi kjördæmis megi aldrei fara yfir tvöfalt það sem er í öðru kjördæmi. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdist með alþingiskosningunum árið 2009 og 2013 og í bæði skiptin skilaði nefndin áliti þar sem ójafnt atkvæðavægi milli kjördæma var harðlega gagnrýnt. Bent var á að misvægi atkvæða milli fjölmennasta kjördæmisins (Suðvesturkjördæmis) annars vegar og fámennasta kjördæmisins (Norðvesturkjördæmis) hins vegar er 100 prósent. Viðmið Feneyjanefndarinnar um ásættanlegt viðmið er tíu til fimmtán prósent. Íslenska kjördæmakerfið leyfir tvöfaldan mun á vægi atkvæða. Augljóslega þarf að gera bragarbót í þessum efnum. Það væri mun einfaldara að gera landið allt að einu kjördæmi, í stað þess að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þó þarf að stíga varlega til jarðar og tryggja öflug tengsl stjórnmálaflokka við kjósendur á landsbyggðinni til að tryggja að harðræði hins stóra meirihluta nái ekki fótfestu og upp blossi átök milli borgar og byggða. Þetta er mikið verk, en þó aðeins smámunir á meðan staðan er óbreytt og mismunun er fest í lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það hallar á hlut kvenna í fimm af þeim átta þingflokkum sem komu upp úr kjörkössunum um helgina. Staða kvenna á Alþingi hefur ekki verið jafn slæm í tíu ár og það verður þeim flokkum sem skipa nýtt Alþingi Íslendinga til ævarandi skammar að leiða jafna aðkomu kynjanna að löggjafarþinginu hjá sér. Þá sérstaklega í ljósi þess að á fyrra þingi voru kynjahlutföllin svo gott sem jöfn. Það er þó ekki aðeins í hlutskipti kvenna á nýju þingi sem jafnréttismálin eru fótum troðum. Misjafnt atkvæðavægi hefur á ný meiriháttar áhrif á niðurstöður kosninga. Nægir að líta á það hvernig atkvæði skiptast á milli Framsóknarflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn hlaut 10,7 prósent atkvæða (21.016) og átta kjördæmakjörna þingmenn á meðan Samfylking fékk 12,1 prósent (23.652) og sjö þingmenn, þar á meðal einn jöfnunarþingmann. Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda. Öll Norðurlöndin, utan Noregs, hafa fyrir löngu jafnað atkvæðavægi. Kjósendur í dreifbýli hafa lengi vel haft meira vægi í þingkosningum en kjósendur í þéttbýli. Um aldamót voru þessu misvægi sett ákveðin mörk þar sem vægi kjördæmis megi aldrei fara yfir tvöfalt það sem er í öðru kjördæmi. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdist með alþingiskosningunum árið 2009 og 2013 og í bæði skiptin skilaði nefndin áliti þar sem ójafnt atkvæðavægi milli kjördæma var harðlega gagnrýnt. Bent var á að misvægi atkvæða milli fjölmennasta kjördæmisins (Suðvesturkjördæmis) annars vegar og fámennasta kjördæmisins (Norðvesturkjördæmis) hins vegar er 100 prósent. Viðmið Feneyjanefndarinnar um ásættanlegt viðmið er tíu til fimmtán prósent. Íslenska kjördæmakerfið leyfir tvöfaldan mun á vægi atkvæða. Augljóslega þarf að gera bragarbót í þessum efnum. Það væri mun einfaldara að gera landið allt að einu kjördæmi, í stað þess að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þó þarf að stíga varlega til jarðar og tryggja öflug tengsl stjórnmálaflokka við kjósendur á landsbyggðinni til að tryggja að harðræði hins stóra meirihluta nái ekki fótfestu og upp blossi átök milli borgar og byggða. Þetta er mikið verk, en þó aðeins smámunir á meðan staðan er óbreytt og mismunun er fest í lög.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun