Hefur þjóðkirkjan stolið siðbót Lúters? Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 31. október 2017 07:00 500 ár eru nú liðin frá því að Marteinn Lúter festi 95 greinar sínar á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg og hóf þar með siðbreytinguna. Siðbreytingin hér á landi fól margt neikvætt í sér en hið jákvæða vó þó þyngra. Með mótmælum sínum tengdi Lúter kristna trú aftur við samfélagslegt réttlæti, frelsi, lýðræði og jafnræði. Hann mótmælti kröftuglega þegar kirkjustofnunin var farin að upphefja og dýrka sjálfa sig í stað þess að framganga í hógværum anda Jesú frá Nasaret. Í greinunum 95 mótmælti hann kirkjustofnuninni fyrir tvennt. Annars vegar fyrir sóun fjármuna og valdníðslu þar sem páfi taldi sig hafa vald yfir hreinsunareldinum og getað veitt fyrirgefningu synda. Hins vegar taldi Lúter kirkjustofnunina veita fólki falskt öryggi með sölu syndaaflausnar og slæva siðferðisvitund fólksins. Nú hálfu árþúsundi síðar virðist ekkert hafa breyst, ein trúarstofnun býr við milljarða forréttindi og ótrúverðugleikinn og falska öryggið blasir við. Stofnanir hafa bara skipt um hlutverk.1. Í stað þess að stuðla að jafnræði og lýðræðislegu fyrirkomulagi trúmála hér á landi þá hefur Þjóðkirkjustofnunin/ríkiskirkja sem enn kennir sig við Lúter tekið sér forréttindastöðu kaþólsku miðaldakirkjunnar. Í stað þess að siðbæta þá hefur stofnunin tileinkað sér flesta þá lesti sem henni var ætlað að siðbæta og virðist nú hafa það megin markmið að viðhalda eigin forréttindum.2. Aflátsgreiðslur ríkisins til þjóðkirkjustofnunarinnar. Á hverju ári fær ríkiskirkjan nokkra milljarða af almannafé, umfram öll önnur trúfélög. Fyrirkomulagið byggir á þeirri rammkaþólsku hugsun að kirkjan sé stofnun og að stofnunin ein sé kirkjan. Þetta er í raun í andstöðu við kenningar Lúters og siðbreytingarinnar um hinn almenna prestsdóm, þar sem fólkið er kirkjan og kirkjan er fólkið.3. Kaþólskur kirkjuskilningur þjóðkirkjunnar. Siðlaus lagaumgjörð hefur verið búin til utan um þetta fyrirkomulag sem byggir á því að ríkiskirkjan ein taki út kirkjusögulegan arf allra Íslendinga, einkum í formi kirkjujarða. Sá arfur varð til í tíð kaþólskunnar þegar allir íbúar landsins tóku þátt í að mynda þann arf og allir eiga því rétt til hans.4. Syndaaflausnin sem fylgir er falskt öryggi sem slævir siðferðisvitund fólks eins og Lúter benti á. Sem ríkisstofnanir eru þjóðkirkjur/ríkiskirkjur háðar milljarða greiðslum frá ríki og eru þannig í samkeppni t.d. við heilbrigðiskerfið um opinber fjárframlög. Hlutverk ríkiskirkju er m.a. að skapa geistlega umgjörð um misheiðarlegar gerðir ríkjandi veraldlegra valdhafa. Hún styður þá sem veita henni forréttindastöðuna og veitir jafnvel stríðsrekstri, valdamisnotkun og leyndarhyggju guðlega blessun.5. Marteinn Lúter „stal“ leyndargögnum og opinberaði almenningi. Kaþólska kirkjan var á hans tíma ein auðugasta valdastofnun jarðar. Lúter tók Biblíuna, best varðveitta og mikilvægasta leyndarmál stofnunarinnar, og þýddi hana yfir á tungumál alþýðunnar. Einokun hinnar voldugu trúarstofnunar á sannleikanum var því rofin. Þess vegna eiga þeir sem láta sig tjáningarfrelsi varða, frjálsir fjölmiðlar og rannsóknarblaðamenn, æði margt sameiginlegt með Marteini Lúter.6. Siðbreyting Lúters kom frá grasrótinni og beindist gegn ríkjandi stofnun, ekki öfugt. Það er engu minni þörf fyrir lúterska siðbót í dag en fyrir 500 árum. Samskipta- og upplýsingatækni hafði þá fleygt fram rétt sem nú. Nú er lag.7. Látum engan stela Marteini Lúter frá okkur. Hann var skaphundur og glímdi líklegast við geðræna kvilla svo sem þunglyndi. Hann ögraði milljarða stofnunum, drakk of mikið, var of þungur, og skrifaði ýmislegt sem var hreint fáránlegt og olli miklu böli. Enginn annar trúarleiðtogi, fyrir utan Jesú frá Nasaret sem var sjálfur mjög andsnúinn öllum trúarstofnunum, er þó ákjósanlegri til að leiða okkur út úr myrkri þröngsýni og sérhagsmunavörslu.8. Þó svo að þjóðkirkjur hverfi þá fer hið andlega svið í mannheimi stöðugt vaxandi og við þurfum að aðlaga okkur að því. Siðbreytingin sem kennd er við Lúter hefur gefið okkur, á hinu trúarlega sviði, möguleika til að jafna stöðu kynjanna, gefa samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum, setja mannréttindi ofar trúar-bókstafnum og djörfung til að berjast gegn steinrunnum trúarstofnunum. Þegar á heildina er litið er þetta einstakt. Þess vegna er Marteinn Lúter ekki aðeins hluti af okkar sögu og menningararfi heldur einnig hluti af okkur sjálfum og því sem við þurfum að taka með okkur á vegferðinni fram á við.9. Við kjósum þá siðbót sem víkkar sýn okkar, kennir okkur að leita sannleikans hvar sem hann er að finna og gefur okkur frjálsan en ábyrgan anda. Þá siðbót sem fagnar jafnt trúlausum sem trúuðum, húmanistum, ásatrúarmönnum, búddistum, hindúum, gyðingum og múslimum og öllum hinum.9.5. Í stað þess að reyna að höndla sannleikann sem er háttur trúarstofnana, þá leitumst við við að vera höndluð af sannleikanum og þegar trúarbrögð og trúarstofnanir eru misnotaðar þá leitum við í það ljós sannleikans sem er öllum slíkum fáránleika æðri. Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
500 ár eru nú liðin frá því að Marteinn Lúter festi 95 greinar sínar á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg og hóf þar með siðbreytinguna. Siðbreytingin hér á landi fól margt neikvætt í sér en hið jákvæða vó þó þyngra. Með mótmælum sínum tengdi Lúter kristna trú aftur við samfélagslegt réttlæti, frelsi, lýðræði og jafnræði. Hann mótmælti kröftuglega þegar kirkjustofnunin var farin að upphefja og dýrka sjálfa sig í stað þess að framganga í hógværum anda Jesú frá Nasaret. Í greinunum 95 mótmælti hann kirkjustofnuninni fyrir tvennt. Annars vegar fyrir sóun fjármuna og valdníðslu þar sem páfi taldi sig hafa vald yfir hreinsunareldinum og getað veitt fyrirgefningu synda. Hins vegar taldi Lúter kirkjustofnunina veita fólki falskt öryggi með sölu syndaaflausnar og slæva siðferðisvitund fólksins. Nú hálfu árþúsundi síðar virðist ekkert hafa breyst, ein trúarstofnun býr við milljarða forréttindi og ótrúverðugleikinn og falska öryggið blasir við. Stofnanir hafa bara skipt um hlutverk.1. Í stað þess að stuðla að jafnræði og lýðræðislegu fyrirkomulagi trúmála hér á landi þá hefur Þjóðkirkjustofnunin/ríkiskirkja sem enn kennir sig við Lúter tekið sér forréttindastöðu kaþólsku miðaldakirkjunnar. Í stað þess að siðbæta þá hefur stofnunin tileinkað sér flesta þá lesti sem henni var ætlað að siðbæta og virðist nú hafa það megin markmið að viðhalda eigin forréttindum.2. Aflátsgreiðslur ríkisins til þjóðkirkjustofnunarinnar. Á hverju ári fær ríkiskirkjan nokkra milljarða af almannafé, umfram öll önnur trúfélög. Fyrirkomulagið byggir á þeirri rammkaþólsku hugsun að kirkjan sé stofnun og að stofnunin ein sé kirkjan. Þetta er í raun í andstöðu við kenningar Lúters og siðbreytingarinnar um hinn almenna prestsdóm, þar sem fólkið er kirkjan og kirkjan er fólkið.3. Kaþólskur kirkjuskilningur þjóðkirkjunnar. Siðlaus lagaumgjörð hefur verið búin til utan um þetta fyrirkomulag sem byggir á því að ríkiskirkjan ein taki út kirkjusögulegan arf allra Íslendinga, einkum í formi kirkjujarða. Sá arfur varð til í tíð kaþólskunnar þegar allir íbúar landsins tóku þátt í að mynda þann arf og allir eiga því rétt til hans.4. Syndaaflausnin sem fylgir er falskt öryggi sem slævir siðferðisvitund fólks eins og Lúter benti á. Sem ríkisstofnanir eru þjóðkirkjur/ríkiskirkjur háðar milljarða greiðslum frá ríki og eru þannig í samkeppni t.d. við heilbrigðiskerfið um opinber fjárframlög. Hlutverk ríkiskirkju er m.a. að skapa geistlega umgjörð um misheiðarlegar gerðir ríkjandi veraldlegra valdhafa. Hún styður þá sem veita henni forréttindastöðuna og veitir jafnvel stríðsrekstri, valdamisnotkun og leyndarhyggju guðlega blessun.5. Marteinn Lúter „stal“ leyndargögnum og opinberaði almenningi. Kaþólska kirkjan var á hans tíma ein auðugasta valdastofnun jarðar. Lúter tók Biblíuna, best varðveitta og mikilvægasta leyndarmál stofnunarinnar, og þýddi hana yfir á tungumál alþýðunnar. Einokun hinnar voldugu trúarstofnunar á sannleikanum var því rofin. Þess vegna eiga þeir sem láta sig tjáningarfrelsi varða, frjálsir fjölmiðlar og rannsóknarblaðamenn, æði margt sameiginlegt með Marteini Lúter.6. Siðbreyting Lúters kom frá grasrótinni og beindist gegn ríkjandi stofnun, ekki öfugt. Það er engu minni þörf fyrir lúterska siðbót í dag en fyrir 500 árum. Samskipta- og upplýsingatækni hafði þá fleygt fram rétt sem nú. Nú er lag.7. Látum engan stela Marteini Lúter frá okkur. Hann var skaphundur og glímdi líklegast við geðræna kvilla svo sem þunglyndi. Hann ögraði milljarða stofnunum, drakk of mikið, var of þungur, og skrifaði ýmislegt sem var hreint fáránlegt og olli miklu böli. Enginn annar trúarleiðtogi, fyrir utan Jesú frá Nasaret sem var sjálfur mjög andsnúinn öllum trúarstofnunum, er þó ákjósanlegri til að leiða okkur út úr myrkri þröngsýni og sérhagsmunavörslu.8. Þó svo að þjóðkirkjur hverfi þá fer hið andlega svið í mannheimi stöðugt vaxandi og við þurfum að aðlaga okkur að því. Siðbreytingin sem kennd er við Lúter hefur gefið okkur, á hinu trúarlega sviði, möguleika til að jafna stöðu kynjanna, gefa samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum, setja mannréttindi ofar trúar-bókstafnum og djörfung til að berjast gegn steinrunnum trúarstofnunum. Þegar á heildina er litið er þetta einstakt. Þess vegna er Marteinn Lúter ekki aðeins hluti af okkar sögu og menningararfi heldur einnig hluti af okkur sjálfum og því sem við þurfum að taka með okkur á vegferðinni fram á við.9. Við kjósum þá siðbót sem víkkar sýn okkar, kennir okkur að leita sannleikans hvar sem hann er að finna og gefur okkur frjálsan en ábyrgan anda. Þá siðbót sem fagnar jafnt trúlausum sem trúuðum, húmanistum, ásatrúarmönnum, búddistum, hindúum, gyðingum og múslimum og öllum hinum.9.5. Í stað þess að reyna að höndla sannleikann sem er háttur trúarstofnana, þá leitumst við við að vera höndluð af sannleikanum og þegar trúarbrögð og trúarstofnanir eru misnotaðar þá leitum við í það ljós sannleikans sem er öllum slíkum fáránleika æðri. Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun