Sjúkraflutningar eru heilbrigðismál Viðar Magnússon skrifar 31. október 2017 07:00 Það er gott að vita af sjúkrabílnum. Þegar við sjálf eða einhver okkur nákominn slasast eða veikist skyndilega er ákveðin huggun að vita af sjúkrabílnum sem kemur til þess að aðstoða okkur á ögurstund. Þar skiptir mestu máli hver kemur með bílnum, enda er það þjálfun og þekking áhafnarinnar meira en bíllinn sjálfur eða búnaðurinn um borð sem ræður því hvaða aðstoð er hægt að veita. En hver er það sem kemur með bílnum? Ef ég þarf á sjúkrabíl að halda vil ég að sá sem kemur með sjúkrabílnum sé vel þjálfaður til þess að takast á við bráðar uppákomur. Ég vil að hann hafi góða grunnþjálfun og fái reglulega endurmenntun. Að hann æfi viðbrögð við alvarlegum uppákomum. Og að eftirlit sé haft með því að hann kunni og geti allt það sem hann þarf að kunna og geta til þess að geta hjálpað mér og mínum þegar mest á reynir.Skipta um galla og stuða hjörtu í takt Í dreifðari byggðum er stærstur hluti sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Þeir vinna sem bakarar eða smiðir eða í bankanum eða vélsmiðjunni. Þegar útkallið kemur skipta þeir um galla og gerast heilbrigðisstarfsmenn. Þeir stöðva blæðingar og styðja við öndun, þeir stuða hjörtu í takt og flytja svo sjúklinginn á sjúkrahús. Flutningurinn getur tekið 2-3 klukkustundir og stundum kemst enginn læknir með þeim. Stundum er læknirinn bara læknanemi með litla þjálfun og reynslu í því að takast á við svona lagað. Það er því mikið lagt á herðar sjúkraflutningamanna sem starfa í dreifbýli og þurfa að bjarga og flytja mikið veikt og slasað fólk yfir langar vegalengdir, fólk sem það kannski þekkir vel eða á jafnvel eitthvað í. Ef ég væri sjúkraflutningamaður úti á landi myndi ég vilja vita að það væri einhver sem tæki við af mér þegar ég er búinn að veita fyrstu hjálp. Einhver sem gerir þetta á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Einhver sem ég treysti fyrir mínum nánustu. Ef ég byggi úti á landi vildi ég vita af því að þegar sjúkrabíllinn er búinn að bjarga mér komi frekari aðstoð með þyrlu eða flugvél og flytji mig með hraði á sjúkrahús. Einhver sem er sérhæfður í þessu og vinnur fyrst og fremst við að bjarga sjúkum og slösuðum. En það er ekki alltaf þannig, og leiðin á sjúkrahúsið getur verið ansi löng. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Það er lífæð þeirra sem búa á Norður- og Austurlandi, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. En það tekur um hálftíma að kalla það út, því áhöfnin er ekki tilbúin á flugvellinum. Þá á enn eftir að fljúga að næsta flugvelli við sjúklinginn og síðan að fljúga með hann til Reykjavíkur. Ef vélin er þá ekki upptekin. Sjúkraflug eru orðin um eða yfir 700 á ári og fjölgar stöðugt og því má auðveldlega færa rök fyrir því að nóg sé að gera til þess að áhöfnin ætti að bíða á flugvellinum, tilbúin í útkall. Á Suður- og Vesturlandi kemur engin flugvél til aðstoðar. Þá getur þurft að keyra nokkur hundruð kílómetra á sjúkrahús. Í sumum tilvikum er kölluð til björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, en það tekur líka um hálftíma að kalla hana út. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í hátt í 300 verkefni á ári, en þar af er helmingur vegna sjúkraflutninga. Hana mætti nýta mun meira ef viðbragðstíminn væri styttur með því að hafa áhöfnina tilbúna á flugvellinum. Eða er kannski ástæða til þess að skoða nánar möguleikann á að hafa sérstaka þyrlu til sjúkraflutninga? Það kostar peninga að bæta sjúkraflutninga. Það kostar peninga að hafa áhafnir sjúkrabíla, flugvéla og þyrla tilbúnar til útkalls. Það kostar peninga að fljúga meira og sinna fleiri útköllum. Það kostar peninga að bæta þjálfun þess mannskapar sem sinnir verkefnunum. Og það kostar peninga að sinna eftirliti með þessum verkefnum og byggja viðbragðið upp þannig að það nýtist þegar mest á reynir. Í aðdraganda kosninga var mikið rætt um heilbrigðismál. Allir flokkar virðast sammála um að meira þurfi að leggja í málaflokkinn. Sem læknir tek ég undir þetta, enda sé ég í starfi mínu inni á spítalanum að skórinn kreppir á mörgum stöðum.Fremsta línan í þjónustunni Sjúkraflutningar eru fremsta línan í þjónustu heilbrigðiskerfisins við bráðar uppákomur, en það vill oft gleymast að sjúkraflutningar eru heilbrigðismál. Kannski gleymast þeir vegna þess að þeim er að stóru leyti útvistað til þriðja aðila. Slökkvilið sjá um meirihluta sjúkraflutninga á landinu og er samið um þá á nokkurra ára fresti. Þess á milli heyrist kannski ekki mikið um að aukin þörf sé á fjármunum í verkefnið en fjöldi útkalla vex stöðugt og álagið á kerfið er mikið. Kannski gleymast þeir vegna þess að stærstum hluta sjúkraflutninga í dreifðari byggðum er sinnt af hlutastarfandi sjúkraflutningafólki sem er kannski of upptekið í sínu aðalstarfi til þess að ljá máls á því að það þarf að bæta þjálfun þeirra og búnað á bílunum. Kannski gleymast þeir vegna þess að þeir sem sinna sjúkraflutningum með þyrlum og flugvélum eru uppteknir í öðrum verkefnum svo sem veiðieftirliti eða útsýnisflugi. Þannig verða sjúkraflutningar oft útundan í þessari umræðu en þeir eru samt einn mikilvægasti liður heilbrigðiskerfisins við bráðar uppákomur og sömuleiðis lífæð þeirra sem veikjast og slasast í dreifbýli. Við megum ekki gleyma sjúkraflutningum. Ég ætla því að leyfa mér að minna á þá: Það þarf að efla sjúkraflutninga á Íslandi. Höfundur er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og formaður fagráðs sjúkraflutninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að vita af sjúkrabílnum. Þegar við sjálf eða einhver okkur nákominn slasast eða veikist skyndilega er ákveðin huggun að vita af sjúkrabílnum sem kemur til þess að aðstoða okkur á ögurstund. Þar skiptir mestu máli hver kemur með bílnum, enda er það þjálfun og þekking áhafnarinnar meira en bíllinn sjálfur eða búnaðurinn um borð sem ræður því hvaða aðstoð er hægt að veita. En hver er það sem kemur með bílnum? Ef ég þarf á sjúkrabíl að halda vil ég að sá sem kemur með sjúkrabílnum sé vel þjálfaður til þess að takast á við bráðar uppákomur. Ég vil að hann hafi góða grunnþjálfun og fái reglulega endurmenntun. Að hann æfi viðbrögð við alvarlegum uppákomum. Og að eftirlit sé haft með því að hann kunni og geti allt það sem hann þarf að kunna og geta til þess að geta hjálpað mér og mínum þegar mest á reynir.Skipta um galla og stuða hjörtu í takt Í dreifðari byggðum er stærstur hluti sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Þeir vinna sem bakarar eða smiðir eða í bankanum eða vélsmiðjunni. Þegar útkallið kemur skipta þeir um galla og gerast heilbrigðisstarfsmenn. Þeir stöðva blæðingar og styðja við öndun, þeir stuða hjörtu í takt og flytja svo sjúklinginn á sjúkrahús. Flutningurinn getur tekið 2-3 klukkustundir og stundum kemst enginn læknir með þeim. Stundum er læknirinn bara læknanemi með litla þjálfun og reynslu í því að takast á við svona lagað. Það er því mikið lagt á herðar sjúkraflutningamanna sem starfa í dreifbýli og þurfa að bjarga og flytja mikið veikt og slasað fólk yfir langar vegalengdir, fólk sem það kannski þekkir vel eða á jafnvel eitthvað í. Ef ég væri sjúkraflutningamaður úti á landi myndi ég vilja vita að það væri einhver sem tæki við af mér þegar ég er búinn að veita fyrstu hjálp. Einhver sem gerir þetta á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Einhver sem ég treysti fyrir mínum nánustu. Ef ég byggi úti á landi vildi ég vita af því að þegar sjúkrabíllinn er búinn að bjarga mér komi frekari aðstoð með þyrlu eða flugvél og flytji mig með hraði á sjúkrahús. Einhver sem er sérhæfður í þessu og vinnur fyrst og fremst við að bjarga sjúkum og slösuðum. En það er ekki alltaf þannig, og leiðin á sjúkrahúsið getur verið ansi löng. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Það er lífæð þeirra sem búa á Norður- og Austurlandi, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. En það tekur um hálftíma að kalla það út, því áhöfnin er ekki tilbúin á flugvellinum. Þá á enn eftir að fljúga að næsta flugvelli við sjúklinginn og síðan að fljúga með hann til Reykjavíkur. Ef vélin er þá ekki upptekin. Sjúkraflug eru orðin um eða yfir 700 á ári og fjölgar stöðugt og því má auðveldlega færa rök fyrir því að nóg sé að gera til þess að áhöfnin ætti að bíða á flugvellinum, tilbúin í útkall. Á Suður- og Vesturlandi kemur engin flugvél til aðstoðar. Þá getur þurft að keyra nokkur hundruð kílómetra á sjúkrahús. Í sumum tilvikum er kölluð til björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, en það tekur líka um hálftíma að kalla hana út. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í hátt í 300 verkefni á ári, en þar af er helmingur vegna sjúkraflutninga. Hana mætti nýta mun meira ef viðbragðstíminn væri styttur með því að hafa áhöfnina tilbúna á flugvellinum. Eða er kannski ástæða til þess að skoða nánar möguleikann á að hafa sérstaka þyrlu til sjúkraflutninga? Það kostar peninga að bæta sjúkraflutninga. Það kostar peninga að hafa áhafnir sjúkrabíla, flugvéla og þyrla tilbúnar til útkalls. Það kostar peninga að fljúga meira og sinna fleiri útköllum. Það kostar peninga að bæta þjálfun þess mannskapar sem sinnir verkefnunum. Og það kostar peninga að sinna eftirliti með þessum verkefnum og byggja viðbragðið upp þannig að það nýtist þegar mest á reynir. Í aðdraganda kosninga var mikið rætt um heilbrigðismál. Allir flokkar virðast sammála um að meira þurfi að leggja í málaflokkinn. Sem læknir tek ég undir þetta, enda sé ég í starfi mínu inni á spítalanum að skórinn kreppir á mörgum stöðum.Fremsta línan í þjónustunni Sjúkraflutningar eru fremsta línan í þjónustu heilbrigðiskerfisins við bráðar uppákomur, en það vill oft gleymast að sjúkraflutningar eru heilbrigðismál. Kannski gleymast þeir vegna þess að þeim er að stóru leyti útvistað til þriðja aðila. Slökkvilið sjá um meirihluta sjúkraflutninga á landinu og er samið um þá á nokkurra ára fresti. Þess á milli heyrist kannski ekki mikið um að aukin þörf sé á fjármunum í verkefnið en fjöldi útkalla vex stöðugt og álagið á kerfið er mikið. Kannski gleymast þeir vegna þess að stærstum hluta sjúkraflutninga í dreifðari byggðum er sinnt af hlutastarfandi sjúkraflutningafólki sem er kannski of upptekið í sínu aðalstarfi til þess að ljá máls á því að það þarf að bæta þjálfun þeirra og búnað á bílunum. Kannski gleymast þeir vegna þess að þeir sem sinna sjúkraflutningum með þyrlum og flugvélum eru uppteknir í öðrum verkefnum svo sem veiðieftirliti eða útsýnisflugi. Þannig verða sjúkraflutningar oft útundan í þessari umræðu en þeir eru samt einn mikilvægasti liður heilbrigðiskerfisins við bráðar uppákomur og sömuleiðis lífæð þeirra sem veikjast og slasast í dreifbýli. Við megum ekki gleyma sjúkraflutningum. Ég ætla því að leyfa mér að minna á þá: Það þarf að efla sjúkraflutninga á Íslandi. Höfundur er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og formaður fagráðs sjúkraflutninga.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar