Hamfaraflóðin í Houston: „Það eru engin fordæmi fyrir þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 16:20 Flóðhættuna má sjá vel á þessari mynd frá Bandarísku Veðurstofunni Twitter Áhrif hamfaraflóðanna í Houston í Texas í Bandaríkjunum eru söguleg. „Það eru engin fordæmi fyrir þessu,“ segir í Twitterfærslu frá Bandarísku veðurstofunni. Þar er fólk beðið að tryggja öryggi með því að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Mikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey og veðurfræðingar spá því að hamfaraflóðin eigi aðeins eftir að versna. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum. Eins og sjá má á mynd sem veðurstofan birti er hættusvæðið gríðarlega stórt. Samkvæmt frétt BBC hefur verið greint frá fimm dauðsföllum í Houston en aðeins tvö hafa fengist staðfest. Yfir þúsund manns hefur verið bjargað undan vatsnelgnum í borginni. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið aðfaranótt laugardags en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Þúsundir heimila voru án vatns og rafmagns. „Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag. Reiknað er með því að tjónið af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Talið er að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. This event is unprecedented & all impacts are unknown & beyond anything experienced. Follow orders from officials to ensure safety. #Harvey pic.twitter.com/IjpWLey1h8— NWS (@NWS) August 27, 2017 Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Áhrif hamfaraflóðanna í Houston í Texas í Bandaríkjunum eru söguleg. „Það eru engin fordæmi fyrir þessu,“ segir í Twitterfærslu frá Bandarísku veðurstofunni. Þar er fólk beðið að tryggja öryggi með því að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Mikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey og veðurfræðingar spá því að hamfaraflóðin eigi aðeins eftir að versna. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum. Eins og sjá má á mynd sem veðurstofan birti er hættusvæðið gríðarlega stórt. Samkvæmt frétt BBC hefur verið greint frá fimm dauðsföllum í Houston en aðeins tvö hafa fengist staðfest. Yfir þúsund manns hefur verið bjargað undan vatsnelgnum í borginni. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið aðfaranótt laugardags en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Þúsundir heimila voru án vatns og rafmagns. „Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag. Reiknað er með því að tjónið af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Talið er að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. This event is unprecedented & all impacts are unknown & beyond anything experienced. Follow orders from officials to ensure safety. #Harvey pic.twitter.com/IjpWLey1h8— NWS (@NWS) August 27, 2017
Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39
Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23
Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31